fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Umtalað morðmál í Sviss – Fannst bundin við 40 kílóa steypustykki á botni vatns

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. janúar 2021 05:19

Húðflúrið á baki konunnar. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í mánuðinum fannst lík 31 árs konu á botni Thun vatns í Sviss. Líkið var fest við 40 kílóa steypustykki. Enn hefur ekki verið skorið úr um dánarorsök konunnar en lögreglan rannsakar málið sem morð.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá nafni konunnar en hefur birt mynd af steypustykkinu, húðflúri á konunni og lýst eftir vitnum. Bild og Blick eru meðal þeirra fjölmiðla sem hafa skýrt frá þessu.

Húðflúr á baki konunnar. Mynd:Lögreglan

Í upphafi var ekki vitað hver konan var en á bak hennar var húðflúrað nafn á þekktum plötusnúði, Gayle San sem var þekkt í Lundúnum á tíunda áratugnum. Einnig var húðflúr af uglu á baki hennar.

Steypustykkið sem líkið var bundið við. Mynd:Lögreglan

Sagan breiddist hratt út á samfélagsmiðlum og náði til Gayle San sem skrifaði um málið á Facebook vegna tengingar þess við nafn hennar. Hún vissi hins vegar ekkert um húðflúrið eða hver bar það á bakinu. Færsla hennar vakti mikla athygli og í kjölfarið bárust lögreglunni margar ábendingar og að lokum var hægt að bera kennsl á líkið. Það er af 31 árs plötusnúði sem dáðist mjög að Gayle San og taldi hana fyrirmynd sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Í gær

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“

Ömurlegt að missa auga: „Ég er miður mín alla daga út af því“