fbpx
Föstudagur 22.janúar 2021
Pressan

Trump samþykkir aukna öryggisgæslu í Washington D.C. vegna forsetaskiptanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2021 09:00

Svona atburðir eiga ekki að endurtaka sigMynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, samþykkti í gær að gripið verði til sérstakra öryggisráðstafana í Washington D.C. vegna forsetaskiptanna í næstu viku. Nú geta borgaryfirvöld og alríkisyfirvöld starfað saman við skipulagningu og framkvæmd öryggismála í borginni. Heimildin gildir frá í gær og til og með 24. janúar.

Ástæðan fyrir þessu er að alríkislögreglan FBI telur hættu á að vopnaðir hópar muni mæta til að mótmæla embættistöku Joe Biden. Raunar telur FBI hættu á að slíkir hópar muni láta að sér kveða um allt land.

Í Washington D.C. verður áhersla lögð á að koma í veg fyrir að atburðir, eins og áttu sér stað í síðustu viku þegar múgur réðst inn í þinghúsið, endurtaki sig. FBI telur hættu á að vopnaðir hópar kunni að hafa í hyggju að láta að sér kveða næstu daga og þann 20. janúar þegar Biden verður settur í embætti.

ABC News segir að samkvæmt minnisblaði frá FBI þá sé fylgst náið með vopnuðum hópum sem hafi í hyggju að halda til höfuðborgarinnar á laugardaginn. Hóparnir hafa varað við „stórri uppreisn“ ef reynt verði að koma Donald Trump úr Hvíta húsinu. Hóparnir hafa einnig hvatt til þess að ráðist verði á þinghús allra 50 ríkja Bandaríkjanna þann 20. janúar.

Það er heimavarnarráðuneytið sem ber ábyrgð á öryggismálum í tengslum við embættistöku Biden. Chad Wolf, starfandi heimavarnarráðherra, tilkynnti í gær að hann láti af embætti. CNBC segir að í kjölfar árásarinnar á þinghúsið hafi Wolf lýst yfir vanþóknun sinni á þeim og sagt þetta vera „hörmulega og fráhrindandi“ atburði.

Í gær var tilkynnt að 15.000 þjóðvarðliðar verði sendir til Washington D.C. til öryggisgæslu í tengslum við embættistöku Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna

Vísindamenn telja sig komna nær því að skilja fólk sem heyrir raddir látinna
Pressan
Í gær

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós

Lögreglan opnaði dyrnar og í framhaldinu kom hryllingurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt

Fundu 500 ára gamalt málverk sem ekki var vitað að væri týnt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni

Sérfræðingar segja að Kínverjar og WHO hefðu getað brugðist fyrr við kórónuveirunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði

Þessi 20 dollara seðill er að minnsta kosti 57.000 dollara virði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana

Hún hvarf sporlaust í skemmtisiglingunni – Síðan kom tölvupósturinn sem fékk mjög á foreldrana