fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Pressan

Dæmdur í fangelsi fyrir vörslu mesta magns barnaníðsefnis sem vitað er um

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Eoin Marques, sem er bæði írskur og bandarískur ríkisborgari, hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir vörslu mesta magns barnaníðsefnis sem vitað er um. Hann var með 8,5 milljónir ljósmynda og myndbanda af kynferðisofbeldi gegn börnum í sinni vörslu.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Marques, sem er 36 ára, hafi rekið netþjónustu á Djúpnetinu svokallaða undir heitinu Freedom Hosting frá 2008 til 2013. Notendur notuðust við dulkóðun og gátu þannig nafnlaust skoðað rúmlega 8,5 milljónir mynda og myndbanda af kynferðisofbeldi gegn börnum og pyntingum á börnum. Mikið af myndefninu var að sögn saksóknara eitthvað sem lögreglan hafði ekki vitneskju um áður.

Theodore Chuang, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að brot Marques væri ekkert annað en fyrirlitlegt. Marques hefur nú þegar afplánað átta ár af dómnum en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 2013. Hann var framseldur til Maryland í Bandaríkjunum 2019 frá Írlandi.

Hann getur snúið aftur til Írlands að afplánun lokinni. Verjandi hans segir að Marques sjái eftir afbrotum sínum og hann hafi beðið fórnarlömbin afsökunar.

Hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI ríkir ánægja með niðurstöðu dómstólsins. „Dómurinn sendir skýr skilaboð til þeirra sem stunda svona gróf afbrot. Óháð því hvar þið eruð í heiminum, þá munu yfirvöld hafa hendur í hári ykkar og draga ykkur fyrir dóm,“ segir í yfirlýsingu frá FBI.

Eftir að Marques var handtekinn tókst lögreglunni að bera kennsl á fjölda fórnarlamba á myndefninu sem hann var með í vörslu sinni og hefur þeim verið veitt aðstoð.

Þegar Marques snýr aftur til Írlands verður hann undir stöðugu eftirliti yfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum