fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Geymdi lík móður sinnar í kjallaranum í rúmlega eitt ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 06:07

Kjallari. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska lögreglan heimsótti nýlega 66 ára mann sem býr í Innsbruck. Í kjallaranum hjá honum fann lögreglan uppþornað lík móður hans sem lést fyrir rúmlega ári síðan. Hún var 89 ára þegar hún lést og þjáðist af vitglöpum.

The Guardian segir að maðurinn hafi ákveðið að geyma móður sína í kjallaranum til að halda áfram að fá bæturnar sem hún fékk frá hinu opinbera vegna veikinda sinna.

Maðurinn játaði að hafa fryst móður sína þegar hún lést. Síðan vafði hann líkið inn í grisjur og önnur efni til að taka við þeim vökva sem kom úr líkinu.

Hann hélt síðan áfram að fá bætur móður sinnar sendar með pósti í hverjum mánuði. En nýráðinn póstbera fór að gruna að ekki væri allt eins og það átti að vera og bað um að fá að hitta móðurina en því hafnaði maðurinn. Póstberinn tilkynnti lögreglunni því um grun sinn.

Maðurinn hafði fengið 50.000 evrur í bætur frá því að móðir hans lést í júní 2020.

Krufning leiddi í ljós að móðirin lést af eðlilegum orsökum. Sonurinn hefur verið kærður fyrir fjársvik og ósæmilega meðferð á líki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“