fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Gerði skelfilega uppgötvun á sólbaðsstofu – Var samstundis lokað

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 05:58

Sólbaðsbekkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku gerði viðskiptavinur sólbaðsstofu í bænum Deutsch Kaltenbrunn í Austurríki hræðilega uppgötvun. Viðskiptavinurinn, sem er kona, kom í Mega Sonnen Studio um klukkan 16.30. Þá var merki sem gaf til kynna að einn sólarbekkjanna væri í notkun en ekkert hljóð barst frá honum. Konan kannaði því málið betur.

Hún reyndi að ná sambandi við manneskjuna sem væri í bekknum en fékk engin viðbrögð. Hún opnaði því dyrnar með því að nota mynt til að þvinga lásinn upp.  Í ljósabekknum lá fimmtug kona sem var látin. Hún hafði komið í sólbaðsstofuna klukkan 14.30 en sjálfsafgreiðsla er á stofunni.

Sólbaðsstofunni var lokað samstundis og lögreglan hóf rannsókn á málinu. Austria Press Agency hefur eftir talsmanni saksóknaraembættisins í Eisenstadt að konan hafi verið krufin og það liggi fyrir að ekkert saknæmt hafi átt sér stað.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem látið fólk finnst í ljósabekkjum. Fyrir sjö árum fannst karlmaður látinn í ljósabekk í sólbaðsstofu í Þrándheimi í Noregi. Ekkert saknæmt átti sér stað í tengslum við andlát hans. Fyrir átta árum fannst Jenna Vickers, 26 ára, látin í sólbaðsstofu í Bolton á Englandi. Hún ætlaði að ganga í hjónaband nokkrum dögum síðar. Krufning leiddi í ljós að hún lést af völdum hjartaáfalls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar

Stjörnufræðingar telja sig hugsanlega hafa numið merki um tilvist vitsmunavera utan jarðarinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins

Læknar voru agndofa þegar þeir sáu hvað var í maga mannsins
Pressan
Fyrir 1 viku

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað

Fundu áður óþekktan hóp ísbjarna á „ómögulegum“ stað
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært

Foreldrar hennar neyddu hana til að gefa barnið – 44 árum síðar gerðist svolítið frábært
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu