fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fjórir úr sömu fjölskyldu létust af völdum COVID-19 – Segir Boris Johnson bera ábyrgð á því

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 07:01

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tracy Latham, sem býr í Derby á Englandi, segir að Boris Johnson, forsætisráðherra, sé með „blóði drifnar hendur“ eftir að fjórir úr fjölskyldu hennar létust af völdum COVID-19 eftir jólin. Einn til viðbótar er þungt haldinn af sjúkdómnum. Fólkið smitaðist eftir að hafa hist um jólin en breska ríkisstjórnin slakaði mjög á sóttvarnarreglum um jólin svo fólk gæti hist í einn dag.

Derby Telegraph skýrir frá þessu. Fram kemur að Latham telji Johnson bera ábyrgð á því að maki hennar, tengdaforeldrar og einn enn úr fjölskyldunni létust af völdum COVID-19 en viðurkenni um leið að þau hafi vitað af hættunni sem fylgdi því að hittast.

Fjölskyldan hafði ekki hist síðan í mars af ótta við smit og hafði farið mjög varlega í daglegu lífi til að forðast smit. Þau ákváðu síðan að hittast á jóladag eftir að ríkisstjórnin slakaði á sóttvarnarreglum þennan eina dag og leyfði fjölskyldum að hittast. Þetta varð til þess að eiginmaður LathamDarren Fisher 48 ára,  og fleiri úr fjölskyldunni smituðust af kórónuveirunni og fengu síðan COVID-19.

Latham og Fisher höfðu verið saman í 12 ár og ætluðu að ganga í hjónaband næsta sumar. Latham á þrjú börn úr fyrra sambandi. Foreldrar Fisher, Pat og David Fisher, voru 79 og 82 ára þegar þau létust. Auk þeirra lést fjórði ættinginn en sá var á áttræðisaldri. Pat var sú eina sem var með undirliggjandi sjúkdóm en hún var með sykursýki.

Latham sagði í samtali við Derby Telegraph að hún hafi talið að það myndi vera í lagi að hittast þar sem fjölskyldan hafði fylgt sóttvarnarreglum mánuðum saman en það hafi ekki reynst vera raunin. „Ég vildi að Boris hefði sagt að fólk mætti ekki hittast um jólin. Að koma síðan fram og segja mér þykir miður hversu margir hafa dáið er ekki í lagi. Ríkisstjórnin hefur ekki gert nóg – sóttvarnaaðgerðirnar voru of vægar og komu of seint. Ég tel að hún sé með blóð á höndum sínum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?