fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Pressan

Þetta er munurinn á stefnu Trump og Biden í umhverfismálum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 18:00

Joe Biden og Donald Trump bítast um forsetaembættið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef bandarískir kjósendur láta stefnu forsetaframbjóðendanna tveggja, þeirra Donald Trump og Joe Biden, í umhverfismálum ráða hvorn þeir kjósa þá ætti valið ekki að vera erfitt því stefna þeirra er skýr og gjörólík.

Kjósendur geta valið að hafa áfram forseta sem segir hnattræna hlýnun vera blekkingu eina og er allt annað en hrifinn af vísindum og telur sig vita allt best. Þeir geta líka kosið mann sem hefur orðið sígrænni undanfarna mánuði og vill nú gera Bandaríkin að forysturíki hvað varðar umhverfismál.

Trump var í Kaliforníu á mánudaginn en ríkið er eitt þriggja ríkja á vesturströndinni sem berst nú við mikla skógarelda. Hann dró ekki úr fyrri skoðunum sínum og stefnu hvað varðar umhverfismál. Í orðaskiptum sem hann átti við fulltrúa staðaryfirvalda, sem lagði vísindaleg gögn um tengsl stöðugt hlýrri sumra og vetra, minni úrkomu og þar með langvarandi þurrka auk mikilla skógar- og gróðurelda á borðið fyrir forsetann, sagði Trump:

„Það kólnar aftur. Bíddu bara. Ég held að vísindin séu ekki góð.“

Þessi afstaða Trump gengur þvert á það sem segir í skýrslu ríkisstjórnar hans um að ef ekki takist að stöðva hnattræna hlýnun sé hætta á að skógar- og gróðureldar í vesturríkjunum verði þrisvar sinnum öflugri í framtíðinni.

Í annarri skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu segir að hnattræn hlýnun sé ein alvarlegasta ógnin við þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

En svar Trump á mánudaginn er í takt við stefnu hans síðustu fjögur ár. Ríkisstjórn hans hefur lagt mikið á sig til að afturkalla og ógilda ýmsa löggjöf sem Barack Obama og ríkisstjórn hans stóðu fyrir varðandi umhverfismál. Hömlum hefur verið aflétt af kolaiðnaði og olíuvinnsla hefur verið heimiluð á friðuðum svæðum.

Hinu megin við víglínuna stendur Joe Biden sem hefur orðið grænni með hverri vikunni. Hann vill grípa til ýmissa aðgerða í umhverfismálum enda er hann undir miklum þrýstingi vinstri vængs Demókrataflokksins og aðgerðasinna sem studdu Bernie Sanders í forvali flokksins.

Kosningastefna Biden er sú umhverfisvænasta sem sést hefur í bandarískum forsetakosningum. Biden hefur lagt fram tillögur um fjárfestingar fyrir tvo milljarða dollara í umhverfisvænni orku og innviðum.

Á sama tíma og Trump var á leið til Kaliforníu á mánudaginn ræddi Biden um bein og staðfest tengsl á milli hnattrænnar hlýnunar og skógar- og gróðureldana.  Hann tengdi nýja efnahagslega uppsveiflu og fjölgun starfa við áþreifanleg umskipti í Bandaríkjunum yfir í umhverfisvæna orkugjafa og eitt og annað umhverfisvænt. Hann sagði að alríkisstjórnin eigi þar að vera í fararbroddi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja Rússa hafa ætlað að gera tölvuárásir á Ólympíuleikana í Tókýó

Segja Rússa hafa ætlað að gera tölvuárásir á Ólympíuleikana í Tókýó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn

Báru kennsl á líkið eftir 35 ár – Beltissylgja var lykillinn
Fyrir 3 dögum

Vatnsá endaði í 196 löxum

Vatnsá endaði í 196 löxum
Fyrir 3 dögum

Samningur um Hafralónsá í Þistilfirði framlengdur til næstu ára

Samningur um Hafralónsá í Þistilfirði framlengdur til næstu ára