fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
Pressan

Facebook er tilbúið með áætlun ef Trump lýsir yfir ótímabærum sigri í forsetakosningunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 18:30

Stjórnvöld hyggjast banna Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook er nú að búa sig undir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í byrjun nóvember en miðillinn mun væntanlega leika stórt hlutverk í baráttunni sem fram undan er. Miðillinn er meðal annars að undirbúa sig undir aðgerðir sem eiga að geta komið í veg fyrir að Donald Trump, forseti, geti dreift fölskum upplýsingum eftir kosningarnar ef að úrslitin verða ekki mjög afgerandi.

New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir starfsmanni Facebook. Blaðið segir að starfshópur, undir forystu Mark Zuckerberg, forstjóra og aðaleiganda Facebook, fundi daglega til að fara yfir hugsanlegar sviðsmyndir. Ein þeirra sem hefur verið fjallað um er að Trump og kosningateymi hans lýsi hann sigurvegara á samfélagsmiðlum þótt hann tapi.

Önnur sviðsmynd sem er til umfjöllunar er hvernig á að bregðast við ef Trump ræðst á bandarísku póstþjónustuna og sakar hana um að hafa týnt atkvæðum en með þessu getur hann vakið upp efasemdir um niðurstöðurnar.

Hjá Facebook er einnig verið að íhuga að setja upp svokallaðan „kill switch“ sem getur lokað á allan pólitískan áróður eftir kjördag ef úrslitin verða ekki afgerandi. Talið er að líkurnar á því hafi aukist vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar því mun fleiri munu kjósa bréfleiðis en nokkru sinni áður. Það mun því taka drjúgan tíma að telja öll atkvæðin og ljóst er að talningu lýkur ekki á kjördag eða kosninganótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kreisti bólu fyrir neðan vörina – Varð honum næstum að bana

Kreisti bólu fyrir neðan vörina – Varð honum næstum að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Himinhár kostnaður Dana vegna heimsfaraldursins

Himinhár kostnaður Dana vegna heimsfaraldursins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Milljarðamæringur kemst ekki inn á reikninginn sinn – 27 milljarðar inni á honum

Milljarðamæringur kemst ekki inn á reikninginn sinn – 27 milljarðar inni á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Minnkandi rennsli úr peningakrana Trump

Minnkandi rennsli úr peningakrana Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku

Þegar lyfjaeftirlitið tilkynnti komu sína hættu 33 rússneskir skíðamenn skyndilega við þátttöku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tjáði sig um árásina á þinghúsið – „Ég held að fólki bregði“

Tjáði sig um árásina á þinghúsið – „Ég held að fólki bregði“