fbpx
Fimmtudagur 06.ágúst 2020
Pressan

Ósáttir repúblikanar sækja að Trump – „Móðir Rússland þakkar félaga Donald Trump“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júlí 2020 05:45

Það er hart sótt að Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópar Repúblikana, sem eru ósáttir við framgöngu Donald Trump, forseta, sækja nú að honum og auglýsa grimmt. Í auglýsingunum er skotið fast á Trump og kjósendur hvattir til að styðja hann ekki í forsetakosningunum í nóvember.

„Móðir Rússland þakkar félaga Donald Trump fyrir gott starf fyrstu fjögur árin og mælir með endurkjöri hans.“

Eitthvað á þessa leið hljóðar texti í einni auglýsingu samflokksmanna forsetans. Í annarri birtast myndir af samstarfsmönnum forsetans, með strik yfir augum þeirra, þar sem þeir standa og hvísla og skipuleggja hvernig þeir geta best svikið forsetann sem einangrast sífellt meira.

Á bak við flestar þessara auglýsinga stendur The Lincoln Project sem beinist að því að tryggja að Trump nái ekki endurkjöri. Auglýsingarnar þykja óvægnar og vel gerðar. En boðskapurinn vekur kannski minnsta athygli margra, það er fólkið á bak við The Lincoln Project sem vekur meiri athygli hjá mörgum. Á bak við verkefnið standa áhrifamiklir og vel efnaðir Repúblikanar sem vilja mjög gjarnan losna við Trump.

„Við erum eins og franska andspyrnuhreyfingin. Við sprengjum birgðalínurnar í loft upp.“

Hefur John Weaver, einn meðlima The Lincoln Project, látið hafa eftir sér.

Með því að draga ekki dul á að meðlimirnir tilheyra Repúblikanaflokknum vonast þeir til að hvetja fleiri flokksmenn til að snúa baki við Trump og ná þannig að þvinga fram valdaskipti í flokknum.

Auglýsingar The Lincoln Project fengu 120 milljón áhorf i júní á samfélagsmiðlum. Þær hafa því vakið töluverða athygli og hafa ekki farið fram hjá fólki í Hvíta húsinu.

„Þetta er hópur Repúblikana sem eru aðeins Repúblikanar að forminu til. Þeir töpuðu illa fyrir 12 árum og aftur fyrir 8 árum og ég sigraði þá örugglega, nýliði í stjórnmálum, fyrir fjórum árum.“

Hefur Trump sagt um þessa andstæðinga sína.

Gagnrýni Trump á auglýsingarnar hefur eingöngu haft jákvæð áhrif fyrir The Lincoln Project því stuðningsmenn hafa hópast að verkefninu og látið fé af hendi rakna.

„Ef þetta væri kosningabarátta væri hann stærsti stuðningsaðili okkar og við myndum útnefna hann sendiherra í Slóveníu.“

Sagði John Weaver í samtali við Financial Times og vísaði þarna til þeirrar bandarísku hefðar að láta efnaða stuðningsmenn forseta fá sendiherrastöður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

Græðgin varð þeim að falli

Græðgin varð þeim að falli
Pressan
Í gær

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi

Myndband með grunuðum morðingja Madeleine vekur óhug en þykir upplýsandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram

Tölvupóstar koma Zuckerberg í vanda – Sýna tilganginn með kaupunum á Instagram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu

Ungir piltar brutust inn til að stela flöskum – Húsráðandinn lá dáinn í húsinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins í 70 ár

Mesti samdráttur bandaríska hagkerfisins í 70 ár