fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Pressan

Skelfileg sjón blasti við lögreglumönnum þegar þeir kíktu inn í sendiferðabílinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júní 2020 05:45

Sendibíllinn. Mynd:US Justice Department

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. maí, nokkrum dögum eftir að lögreglumaður varð George Floyd að bana í Minneapolis, gengu mótmælendur um miðborg Oakland í Kaliforníu. Leið þeirra lá meðal annars fram hjá Ronald V. Dellums Federal Bulding. Þar stóðu tveir lögreglumenn úr alríkislögreglunni vörð. Skyndilega kvað skothvellur við og annar þeirra, David Patrick Underwood, hneig niður. Hann hafði orðið fyrir skoti. Hann lést síðar af áverkum sínum. Hinn lögreglumaðurinn særðist alvarlega.

Bandarískir fjölmiðlar segja að skotið hafi verið á lögreglumennina úr hvítri sendibifreið sem var ekið fram hjá byggingunni. Í kjölfar skotárásarinnar hófst mikil leit að árásarmanninum og lauk henni þann 6. júní í Santa Cruz County sem er sunnan við San Francisco.

Lögreglan hafði þá dögum saman leitað að Steven Carillo og meintum samverkamanni hans, Robert A. Justus, sem ók bílnum í Oakland. Lögreglunni barst ábending um að sendiferðabíllinn væri í Santa Cruz County og að í honum væru ógeðfelldir munir. Bíllinn er í eigu Carillo.

Damon Gutzwiller. Mynd: SANTA CRUZ COUNTY SHERIFF DEPART

Fjöldi lögreglumanna réðst því til atlögu við heimili hans í Ben Lomond, sem er skóglendi ekki fjarri Santa Cruz, þann 6. júní. Carillo lá í leyni þegar lögreglumennirnir komu og skaut hann Damon Gutwiller, 32 ára, til bana og særði Alex Spencer illa. Carillo særðist sjálfur á mjöðm en náði að flýja af vettvangi með því að ræna bíl.

Hann náðist þegar óbreyttur borgari náði að leggja hann í jörðina þegar Carillo reyndi að stela bíl hans til að nota á flóttanum. Borgarinn náði að halda honum föstum og ná rörasprengju og vopni af honum áður en lögreglan kom á vettvang. Vopnið var svokölluð „ghost gun“ sem er heimatilbúin byssa með hljóðdeyfi og án allra framleiðslumerkja eða raðnúmera. Vopninu svipar til þess sem banaði lögreglumanninum í Oakland í lok maí.

Carillo hafði skrifað á bílinn með blóði sínu. Mynd: US Justice Department

Þegar lögreglumenn litu inn í sendiferðabílinn og flóttabílinn fór málið að taka á sig nýja og enn óhugnanlegri mynd. Á flóttabílinn hafði Carillo skrifað „BOOG“ og „I Became Unreasonable“ og „Stop the Duopoly“ með eigin blóði. Á vesti, sem fannst í sendiferðabílnum, var mynd af snjóhúsi og texti. Þetta sýndi að Carillo var félagi eða stuðningsmaður Boogaloohreyfingarinnar.

Stór hreyfing

Boogaloohreyfingin er sívaxandi hreyfing um öll Bandaríkin sem hefur sem stefnu að steypa ríkisstjórn landsins. Hreyfingin teygir anga sína inn í herinn. Hluti af hreyfingunni telst vera vopnaður hópur sem undirbýr sig undir næstu borgarastyrjöld. Facebook og aðrir samfélagsmiðlar eru helstu samskiptaform hennar.

Á Facebooksíðu Carillo kom skýrt fram að hann var undir miklum áhrifum frá hugmyndafræði hreyfingarinnar og að það séu margir vina hans úr hernum einnig.

Ghost gun. Mynd: US Justice Department

Hreyfingin hefur að sögn yfirvalda margoft nýtt sér mótmælin í tengslum við dauða George Floyd til að hvetja til vopnaðrar baráttu gegn lögreglunni. Fyrir skömmu voru þrír meðlimir hennar handteknir í Nevada þar sem þeir höfðu meðal annars kastað bensínsprengjum í mótmælum.

Steven Carillo. Mynd: Santa Cruz County Sheriff’s Office

John Bennett, yfirmaður FBI í San Francisco, segir að Carillo og Justus hafi farið til Oakland gagngert til að drepa lögreglumenn en málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr

Það sem ekki átti að geta gerst gerðist – Var úti á miðri glerbrú þegar glerið fauk úr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku

Hlébarði hefur gengið laus nærri kínverskri stórborg í rúma viku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“

Heimsfaraldurinn leikur Indverja grátt og við bætist annar hryllingur – „Þetta er martröð ofan í faraldurinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum

NASA gagnrýnir Kínverja fyrir ábyrgðarleysi í geimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“

Nýjar upplýsingar í máli Anne-Elisabeth – „Hún hafði fengið nóg“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind

Spendýr með stóra heila eru kannski ekki svo greind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp

Fólk er tilbúið í bólfarir – Sala á smokkum tekur mikinn kipp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir