fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Pressan

Háttsettur norskur lögreglumaður dæmdur í 21 árs fangelsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júní 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn staðfesti áfrýjunarréttur, Lögmannsréttur, í Osló 21 árs fangelsisdóm yfir Eirik Jensen fyrrum yfirmanni hjá lögreglunni. Hann var fundinn sekur um umfangsmikla spillingu og aðild að fíkniefnasmygli. Dómurinn staðfesti þar með niðurstöðu undirréttar í Osló frá 2017.

Jensen sagði við dómsuppkvaðningu að hann muni áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Hægt er að áfrýja dómum Lögmannsréttarins til Hæstaréttar en aðeins að því er varðar þyngd refsingar, málsmeðferð og lagaákvæði. Mat á sönnunarbyrði og sekt eða sýknu er hjá Lögmannsréttinum sem hefur endanlegt orð um þá þætti.

Við dómsuppkvaðninguna á föstudaginn sagði Mette Trovik, dómari, að hún tryði ekki einni einustu af þeim skýringum sem Jensen kom með fyrir dómi. Að dómsuppkvaðningu lokinni komu óeinkennisklæddir lögreglumenn og  fluttu Jensen á brott.

Jensen, sem er 62 ára, stýrði áður þeirri deild lögreglunnar sem rannsakar fíkniefnamál og mál skipulagðra glæpagengja. Foringi stórs hóps fíkniefnasmyglara, kallaður hassbaróninn, hefur játað að hafa smyglað miklu magni af hassi til Noregs á 20 ára tímabili og að það hafi verið hægt vegna þess að Jensen aðstoðaði hann með því að senda honum dulmálsskilaboð.

Hassbaróninn, sem heitir Gjermund Cappelen, fékk tveggja ára mildun á þeim dómi sem hann fékk fyrir fíkniefnasmygl fyrir að skýra frá þætti Jensen. Cappelen þarf að afplána 13 ára dóm.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Enn vex spennan við Taívan – Kínverjar æfa landgöngu og bandarískir hermenn á Taívan

Enn vex spennan við Taívan – Kínverjar æfa landgöngu og bandarískir hermenn á Taívan
Pressan
Í gær

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund

Frakkar krefja Breta um greiðslu fyrir að stöðva ferðir förufólks yfir Ermarsund
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er samsæriskenningin sem tröllríður heimi samsæriskenningasmiða í dag – Gjörbreyttur heimur 2030

Þetta er samsæriskenningin sem tröllríður heimi samsæriskenningasmiða í dag – Gjörbreyttur heimur 2030
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla

Nancy Pelosi dregin úr kaþólskri messu í Róm af öryggisvörðum vegna bóluefnamótmæla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skotinn til bana á fyrstu vakt sinni

Skotinn til bana á fyrstu vakt sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni

Segja að Rússar hafi stolið uppskriftinni að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni