fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Pressan

Ævilangt fangelsi fyrir að myrða skólapilt með sveðju

Pressan
Föstudaginn 4. júlí 2025 07:30

Morðvettvangurinn. Mynd:BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Monzo, sem er 37 ára, var dæmdur í ævilangt fangelsi á föstudaginn fyrir að hafa myrt hinn 14 ára Daniel Anjorin með sveðju í Lundúnum á síðasta ári. Monzo á ekki möguleika á reynslulausn fyrr en eftir 40 ár í fyrsta lagi.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Monzo hafi einnig verið ákærður fyrir að hafa ráðist á fleiri en Daniel, hann særði lögreglumenn alvarlega og hræddi líftóruna úr pari þegar hann braust inn til þess.

Joel Bennathan, dómari, sagði við dómsuppkvaðninguna að engin fangelsisdómur „geti komist nærri því að deyfa sorg fjölskyldu Daniels“.

Ofbeldisæði Monzo stóð yfir í um 20 mínútur í hverfinu Hainault, sem er í austurhluta Lundúna, í apríl 2024.

Hann varð Daniel að bana og særði tvo lögreglumenn. Hann braust einnig inn í hús og réðst á sofandi par í svefnherberginu.

Verjendur hans sögðu að hann hafi verið í geðrofi vegna kannabisneyslu þegar þetta gerðist.

Ofbeldið hófst með því að Monzo ók sendibíl á fótgangandi mann og steig síðan út úr bílnum og hjó manninn í hálsinn með sverði. Hann hélt síðan för sinni áfram í sendibílnum og réðst á Daniel, sem var með heyrnartól og klæddur íþróttafatnaði, var á leið í skóla.

Saksóknarinn sagði að Monzo hafi veitt Daniel „mikla og óviðráðanlega áverka á vinstri hlið höfuðsins og hálsins“ með sverðinu. Hann sagði að áverkarnir hafi verið ansi nálægt því að geta flokkast sem afhöfðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum