fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Pressan

Telur hugsanlegt að kórónuveiran sé að sækja í sig veðrið á nýjan leik

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. maí 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er langt í að við getum tekið upp fyrri lifnaðarhætti, eins og þeir voru fyrir tíma heimsfaraldurs kórónuveiru. Þess í stað eigum við að undirbúa okkur undir að búa við takmarkanir í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. Ekki er útilokað að veiran sé nú að sækja í sig veðrið á nýjan leik.

Þetta segir Richard Pebody, farsóttarfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnunni WHO. Í samtali við Sænska ríkissjónvarpið sagði hann að hætta sé á að veiran blossi aftur upp og önnur bylgja skelli á.

Hann sagði að af þessum sökum sé nauðsynlegt að viðhalda ýmsum takmörkunum, sem hafa verið settar vegna heimsfaraldursins, fram á næsta vor að minnsta kosti.

„Það er væntanlega líklegasta atburðarásin. Veiran verður væntanlega hér lengi og það er sá nýi raunveruleiki sem við þurfum að laga okkur að.“

Einnig sagði hann að það hversu fáir Evrópubúar hafi mælst með mótefni gegn veirunni bendi til að hún sé hugsanlega að ná sér á strik á nýjan leik.

„Það sýnir að það er hætta á annarri bylgju. Við verðum að vera tilbúin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Pressan
Í gær

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik

Nígerísk internetstjarna handtekinn fyrir milljarðasvik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“

Erik segir kvenkyns tölvuleikjaspilurum að kenna að limur hans er „ónýtur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu

Telja sig hafa leyst 38 ára gamla morðgátu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019

Spænskir vísindamenn telja sig hafa fundið kórónuveiruna í skólpi frá mars 2019
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands

Telja að kórónuveiran hafi borist með Dönum til Íslands