fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Hér misstu 122 milljónir manna vinnuna á sex vikum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. maí 2020 14:20

Myndin er frá Nýju Delí á Indlandi og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um allan heim hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, haft mikil áhrif. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að hemja útbreiðslu veirunnar og efnahagslífið hefur fengið stóran skell. Atvinnuleysi hefur aukist mikið.

Indland, sem er næstfjölmennasta ríki heims, er þar engin undantekning en þar hafa 122 milljónir manna misst vinnuna á síðustu sex vikum. 1.400 milljónir búa í landinu.

Í apríl mældist atvinnuleysið í landinu 23,5 prósent en í fyrstu vikunni í maí var það komið í 27,1 prósent að sögn Centre for Monitoring Indian Economy (CMIE). Í mars mældist atvinnuleysið 8,7 prósent og hafði þá ekki mælst svo mikið síðan 2014.

Indversk yfirvöld halda ekki skrár yfir atvinnuleysi en tölurnar frá CMIE eru taldar nokkuð nákvæmar.

Lokun samfélagsins hefur valdið því að milljónir landsmanna hafa streymt frá borgunum heim í sveitirnar því enga vinnu er lengur að hafa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli