fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021

Indland

Indverjar ætla að bólusetja 300 milljónir manna fyrir júlí

Indverjar ætla að bólusetja 300 milljónir manna fyrir júlí

Pressan
Fyrir 6 dögum

Á laugardaginn ýtti Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, bólusetningaraðgerð landsins gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, úr vör. Þetta er ein stærsta bólusetningaráætlun heims enda landið eitt það fjölmennasta í heimi. Markmiðið er að ná að bólusetja 300 milljónir manna fyrir júlí. Modi ætlar ekki að láta bólusetja sig strax því mikilvægara er að ljúka bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna fyrst að hans mati. Lesa meira

Bjóða upp á bólusetningarferðir fyrir ríka fólkið – „Lúxusferðir með bólusetningu“

Bjóða upp á bólusetningarferðir fyrir ríka fólkið – „Lúxusferðir með bólusetningu“

Pressan
Fyrir 1 viku

Á meðan flestir verða bíða eftir að röðin komi að þeim til að fá bólusetningu gegn kórónuveirunni geta þeir sem eiga nóg af peningum keypt sér „lúxusferðir með bólusetningu“ til að komast fyrr að. Breska fyrirtækið Knightsbride Cirkel býður til dæmis upp á slíkar ferðir og hefur forstjóri þess engar siðferðislegar efasemdir um réttmæti þess að selja slíkar Lesa meira

Dularfullur sjúkdómur á Indlandi

Dularfullur sjúkdómur á Indlandi

Pressan
09.12.2020

Heimsbyggðin berst nú við kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, en í Eluru á Indlandi berjast yfirvöld og almenningur einnig við annan sjúkdóm. Fram að þessu hafa tæplega 500 verið lagðir inn á sjúkrahús og einn hefur látist af völdum sjúkdómsins. Þessi sjúkdómur er allt öðruvísi en COVID-19 en sjúklingar eru sagðir glíma við ógleði, froðufella og fá krampa. India Today og The Guardian skýra frá Lesa meira

Sónarmyndirnar sýndu óhugnaðinn í maga hans

Sónarmyndirnar sýndu óhugnaðinn í maga hans

Pressan
03.12.2020

Flestir tengja það við hamingju þegar farið er í sónar enda fara verðandi mæður oft í slíka myndatöku. En fyrir tvítugan mann frá Nýju-Delí á Indlandi tengist minningin um sónar öðru en hamingju. Myndatakan sýndi að í maga hans var fjöldi sníkjudýra, orma sem geta orðið allt að 30 sm á lengd. Videnskab.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að Lesa meira

Bandaríkin og Indland styrkja bandalag sitt gegn Kína

Bandaríkin og Indland styrkja bandalag sitt gegn Kína

Pressan
01.11.2020

Bandarísk og indversk stjórnvöld hafa ákveðið að styrkja samstarf sitt og standa saman gegn því sem Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir vera „ágengni“ Kínverja. Þetta sagði hann á fréttamannafundi í Nýju-Delí á þriðjudaginn þar sem löndin kynntu aukið varnarsamstarf sitt. Pompeo og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sögðu að hernaðarsamstarfið við Indland „yrði áfram hornsteinninn“ í samstarfi ríkjanna. Pompeo sagði að ríkin verði Lesa meira

Ástralía, Indland, Bandaríkin og Japan taka þátt í stórri heræfingu á Indlandshafi

Ástralía, Indland, Bandaríkin og Japan taka þátt í stórri heræfingu á Indlandshafi

Pressan
21.10.2020

Í næsta mánuði fer stór heræfing Ástrala, Indverja, Japana og Bandaríkjamanna fram á Indlandshafi. Markmiðið er að styrkja hernaðarsamstarf ríkjanna, ekki síst í ljósi erfiðra samskipta þeirra við Kínverja þessi misserin og aukinnar spennu í þeim samskiptum. Ríkin hafa staðið fyrir svipuðum heræfingum árlega síðan 1992 en umfang þeirra hefur farið vaxandi á síðustu árum. Lesa meira

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?

Lág dánartíðni af völdum COVID-19 á Indlandi vekur undrun – Tengist það beinbrunasótt?

Pressan
20.10.2020

Indverjar hafa að undanförnu aflétt sumum af þeim sóttvarnaraðgerðum sem gripið hefur verið til vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Nú er verið að opna samfélagið á nýjan leik í áföngum. Fjöldi smitaðra hefur farið lækkandi síðustu daga og margir hafa jafnað sig af COVID-19. En yfirvöld eru á tánum og óttast að faraldurinn blossi upp á nýjan leik Lesa meira

Bandaríkin vilja mynda bandalag í Asíu gegn Kínverjum

Bandaríkin vilja mynda bandalag í Asíu gegn Kínverjum

Pressan
11.10.2020

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór nýlega í stutta heimsókn til Japan. Þar fundaði hann með forsætisráðherra Japan auk utanríkisráðherrum Japan, Ástralíu og Indlands. Markmiðið var að ræða málefni Kína og dró Pompeo enga dul á að Bandaríkin vilja mynda bandalag með Ástralíu, Japan og Indlandi gegn Kína. Ríkin fjögur eiga nú þegar í samstarfi, Quad-samstarfinu, en Pompeo vill víkka það út Lesa meira

Handtekin fyrir „klámfengið” myndband

Handtekin fyrir „klámfengið” myndband

Pressan
04.09.2020

27 ára frönsk kona, Marie-Helene, var handtekin í Uttarakhand á Indlandi þann 27. ágúst síðastliðinn fyrir það sem heimamenn telja „klámfengið“ athæfi. Hún hafði tekið upp myndband, þar sem hún er nakin, á heilagri brú yfir Gangesfljótið. CNN skýrir frá þessu. Brúin sem um ræðir heitir Lakshman Jhula og er um fimm kílómetra norðan við borgina Rishikesh. Samkvæmt trúnni þá fór guðinn Lakshmana yfir Gangesfljótið þar sem Lesa meira

Gleraugu Gandhi á uppboði – Gætu selst á 2,6 milljónir

Gleraugu Gandhi á uppboði – Gætu selst á 2,6 milljónir

Pressan
13.08.2020

Mahatma Gandhi er heimsþekktur fyrir hlut sinn í baráttunni fyrir sjálfstæði Indlands frá Bretlandi. Hann á marga aðdáendur víða um heim og nú geta þeir farið að kíkja í veskið til að kanna hvort þeir eigi næga peninga til að kaupa gleraugu Gandhi sem lést 1948. Gleraugun verða boðin upp þann 21. ágúst hjá East Bristol Auctions í Bretlandi að sögn Sky. Gleraugun voru Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af