fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Bretar efla og nútímavæða her sinn

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 17:00

HMS Chiddenfold. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil útgjaldaaukning til varnarmála og þróun nýrra vopna og skipa á að vera hluti af stærra hlutverki Bretlands á alþjóðavettvangi eftir Brexit. Boris Johnson, forsætisráðherra, boðaði nýlega mikla útgjaldaaukningu til hersins og má segja að nú séu nýir tímar að renna upp hvað varðar hlutverk Breta á alþjóðavettvangi.

Ætlunin er að styrkja herinn, bæði hvað varðar hefðbundinn herafla en einnig að gera hann reiðubúinn til stafræns hernaðar. Á næstu fjórum árum er ætlunin að auka fjárveitingar til hersins um 16,5 milljarða punda. Peningana á að nota til að þróa varnarkerfi gegn drónum og framleiðslu nýrra árásardróna auk áframhaldandi þróunar á nýjum herþotum, Tempest.

Einnig verður sett upp ný netöryggissveit sem á að takast á við netárásir frá ríkjum á borð við Rússland, Kína og Norður-Kóreu en bresk stjórnvöld segja þessi ríki hafa verið iðin við að reyna að brjótast inn í bresk tölvukerfi. Einnig er reiknað með að þessi netöryggissveit eigi að geta háð tölvuhernað. Hún á einnig að berjast gegn hryðjuverkamönnum og skipulögðum glæpasamtökum.

Einnig er ætlunin að láta að sér kveða í geimnum. Fyrirhugað er að senda gervihnetti á braut um jörðu og verður þeim skotið frá Skotlandi. Með gervihnöttum og drónum á að vera hægt að veita hermönnum á jörðu niðri stuðning, til dæmis með því að vara þá við fyrirsátum. Einnig verður hægt að aðstoða þá með loftárásum.

Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja flotann eða eins og Boris Johnson sagði sjálfur, að tryggja eigi að Bretland verði aftur „mesta herflotaveldi Evrópu“ en í sögulegu samhengi hafa Bretar yfirleitt haft yfir mesta herskipaflota álfunnar að ráða. 13 nýjar freigátur verða keyptar og þrjú stór birgðaskip. Smíða á skipin í skipasmíðastöðvum í Skotlandi og Norður-Írlandi en stáliðnaðurinn í Wales á að sjá um stálið í skipin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli