fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Hörð gagnrýni á „The Crown“ – Segir að þættirnir stefni konungdæminu í hættu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. nóvember 2020 05:08

Úr The Crown. Mynd:Netflix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórða þáttaröðin af „The Crown“ sem Netflix framleiðir hefur verið gagnrýnd fyrir að í henni sé ekki gætt nægilega vel að tilfinningum bresku konungsfjölskyldunnar og að skáldskapur sé of fyrirferðarmikill í henni. Vinir konungsfjölskyldunnar hafa sagt breskum fjölmiðlum að Vilhjálmi prins og fleiri fjölskyldumeðlimum þyki þættirnir ganga of nærri sér.

Samband Karls prins og Díönu prinsessu er aðalviðfangsefni fjórðu þáttaraðarinnar en samband þeirra hefur í gegnum árin verið tilefni margra vangaveltna en vitað er að samband þeirra og hjónaband var langt frá því að vera auðvelt eða hamingjusamt. Í þáttaröðinni er bæði fjallað um baráttu Díönu við lystarstol og framhjáhald Karls með Camilla Parker Bowles, sem er nú eiginkona hans.

Daily Mail segir að Richard Fitzwilliams, sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar, segi að Vilhjálmi prins „bjóði við“ hvernig fjölskyldu hans er lýst. Peter Morgan, aðalhandritshöfundur þáttanna, hefur verið gagnrýndur fyrir að gera raunverulega atburði alltof dramatíska.

The Times hefur eftir heimildarmanni að Vilhjálmi finnist „að sambandi foreldra hans sé stillt upp og kynnt á falskan hátt til þess eins að græða peninga“.

Penny Junor, blaðamaður og höfundur margra bóka um konungsfjölskylduna, tekur undir gagnrýni á þáttaröðina. „Þetta er versta, ósanngjarnasta og hræðilegasta útgáfan sem maður getur ímyndað sér,“ sagði hún.

„Í heildina er Camillu lýst sem sjálfselskri, stjórnsamri og óábyggilegri. Karli er lýst sem ofdekruðum, óþekkum og sérvitrum. Díönu er stillt upp sem saklausu fórnarlambi sem er ekki aðeins misnotuð af Karli og ástkonu hans heldur einnig af fjölskyldu hans og öðrum í höllinni,“ skrifaði Junor í Mail Online.

Hún gagnrýnir Morgan fyrir að hafa skrifað handritið án þess að taka tillit til þess að persónurnar í þáttunum verða konungur og drottning Bretlands dag einn. „Dag einn verður Camilla drottning og ef fólk heldur að sagan um hjónaband prinsins af Wales, eins og hún er sögð í „The Crown“ sé raunveruleg getur það haft hræðilegar afleiðingar fyrir hjónin og fyrir framtíð konungdæmisins,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?