Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
FókusMeðal vinsælustu framhaldsþátta á efnisveitunni Netflix um þessar mundir er Baby Reindeer. Byggja þættirnir á raunverulegum atburðum og fjalla um karlmann sem lendir í klónum á kvenkyns eltihrelli sem ber nafnið Martha. Raunveruleg kona sem Martha er sögð byggja á er alls ekki sátt við þá mynd sem þættirnir bregða upp af henni. Nýjustu vendingar Lesa meira
Netflix-stjarna sturlaðist á sjúkrahúsi: Yfirbugaður og handjárnaður við rúm
FókusBandaríski leikarinn Austin North missti stjórn á sér þegar hann leitaði lækninga á University Medical Center-sjúkrahúsið í Las Vegas á þriðjudag. TMZ greinir frá því að leikarinn, sem sló í gegn í þáttunum Outer Banks sem sýndir eru á Netflix, hafi slegið konu í andlitið sem var þar við störf. Þá hafi hann ýtt í andlit annarrar konu sem var við vinnu á sjúkrahúsinu. Sú brást við Lesa meira
Sýning einnar vinsælustu kvikmyndar sögunnar á Netflix vekur reiði
FókusBandaríska kvikmyndin Titanic verður tekin til sýningar á efnisveitunni Netflix þann 1. júlí næstkomandi. Titanic sem var frumsýnd árið 1997 er fjórða mest sótta kvikmynd sögunnar í kvikmyndahúsum heimsins. Myndin fjallar um kynni ungrar hefðarkonu, sem leikin er af Kate Winslet, og fátæks listamanns, sem leikinn er af Leonardo DiCaprio, á farþegaskipinu Titanic, sem sökk Lesa meira
Segja að Harry og Meghan séu að reyna að fá breytingar í gegn
PressanHarry prins og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, standa frammi fyrir nýjum vandamálum nú í kjölfar andláts Elísabetar II, ömmu Harry. Eru þau sögð reyna að knýja breytingar í gegn hjá Netflix vegna þess. Um heimildarmynd þeirra er að ræða. Eru hjónin sögð hafa áhyggjur af að hún sé ekki að öllu leyti viðeigandi og vilja því breyta henni. En hjá Netflix er Lesa meira
Þetta eru 10 vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
PressanNetflix dælir stöðugt út nýjum kvikmyndum og þáttaröðum en mjög lítill hluti þeirra sleppur í gegnum nálarauga áhorfenda og slær í gegn. En sumar slá rækilega í gegn og milljónir manna sitja sem límdar við skjáinn til að fylgjast með. Hér verða nefndar þær 10 þáttaraðir sem hafa notið mestra vinsælda á Netflix frá upphafi. Til að áhorf Lesa meira
Margrét Danadrottning vinnur að gerð kvikmyndar fyrir Netflix
PressanMargrét Danadrottning vinnur nú að gerð nýrrar kvikmyndar fyrir Netflix í samvinnu við leikstjórann Bille August. Myndin byggist á skáldsögunni Ehrengard eftir Karen Blixen Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Netflix. Drottningin sér um búninga- og sviðsmyndahönnun fyrir myndina. „Að Ehrengard verði vakin til lífsins sem Netflix-mynd er frábært tækifæri. Ég hlakka mjög mikið til að kynna þessa heillandi sögu um táldrátt og þrá fyrir áhorfendum Lesa meira
Komst að framhjáhaldi eiginkonunnar þegar hann ætlaði að horfa á Netflix
PressanÞegar maður einn, sem hefur notendanafnið jakiwi 3 á samfélagsmiðlinum Reddit, ætlaði að fara að horfa á Netflix lenti hann í vandræðum við innskráninguna. Um leið kom í ljós að eiginkona hans hafði að öllum líkindum haldið fram hjá honum. Unilad skýrir frá þessu. Á skjáskoti sem maðurinn birti sjást skilaboðin sem komu upp á skjáinn hjá honum þegar hann reyndi Lesa meira
Netflix telur að nú hægi mikið á fjölgun áskrifenda
PressanStreymisveitan Netflix birti í gær uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Þar kemur fram að áskrifendum hafi fjölgað um tæplega eina milljón á heimsvísu og eru þeir nú orðnir 209 milljónir. Áskrifendum fjölgaði meira en fyrirtækið átti von á en sérfræðingar á markaði höfðu spáð því að þeim myndi fjölga um 5,5 milljónir. Nú hyggst fyrirtækið breyta um stefnu Lesa meira
Lilja segir skattlagningu á streymisveitur vera forgangsmál
FréttirLilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að skattlagning á streymisveitur á borð við Netflix og samfélagsmiðla á borð við Facebook sé forgangsmál vegna jafnræðis. Hún segir að unnið hafi verið með alþjóðastofnunum, til dæmis Efnahags- og framfarastofnuninni, að málinu. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Lilju að um mjög brýnt mál sé að ræða. „Við erum Lesa meira
Michelle Obama stýrir matreiðsluþáttum á Netflix
MaturMichelle Obama, eiginkona Barack Obama fyrrum Bandaríkjaforseta, mun stýra matreiðsluþáttum sem Netflix tekur til sýninga 16. mars. Hún verður stjarna þáttanna og framleiðandi þeirra. Þeir heita „Waffles + Mochi“ og eru ungir áhorfendur markhópurinn. Tvær brúður verða í aðalhlutverki, Waffles og Mochi, en Obama verður í hlutverki eiganda stórmarkaðar. Þættirnir munu segja frá hvernig Waffles og Mochi gengur að láta drauma sína um að verða kokkar rætast. Í tilkynningu frá Netflix segir að Waffles og Mochi muni ferðast Lesa meira