Fimmtudagur 04.mars 2021
Pressan

Ævintýrið breyttist í dularfulla martröð? Af hverju gerðu þau þetta?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 05:30

Kristen og Paul.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld 2013 þegar Kristen Schroder og Paul Rossington hurfu af skemmtiferðaskipinu Carnival Spirit? Hvað reifst þetta unga ástralska par um í spilavíti skipsins seint um kvöldið? Af hverju hékk Kristen skyndilega fram af svölunum?

Nú eru sjö ár liðin frá þessu örlagaríka kvöldi en engin skýr svör hafa fengist um hvað gerðist, af hverju draumafríið breyttist í martröð. Ættingjar þeirra munu því væntanlega aldrei fá að vita með vissu hvað gerðist á milli þeirra í þessari 10 daga skemmtisiglingu.

Þeir fá því aldrei að vita af hverju Kristen, 27 ára, hékk skyndilega fram af svölunum, 20 metrum yfir opnu og úfnu hafi. Þeir fá heldur aldrei svar við hvort Paul, 30 ára, hafi stokkið útbyrðis til að bjarga Kristen eða til að taka eigið líf.

Siglingin

Þann 29. apríl 2013 gengu Kristen og Paul um borð í Carnival Spirit sem átti að sigla til Sydney. Framundan var 10 daga afslöppun og hugglegheit. Ferð sem þau höfðu svo sannarlega þörf fyrir. Þau höfðu verið saman í tíu mánuði og hafði sambandið verið stormasamt. Þau höfðu oft slitið því í kjölfar deilna en alltaf náð saman á nýjan leik. Bæði áttu hjónaband að baki þegar þau kynntust. Bæði sökuðu hitt um að gera ekki nóg til að styrkja sambandið. Á endanum ákváðu þau að fara í tíu daga siglingu sem átti að skera úr um hvort samband þeirra myndi lifa af eður ei.

Þau hefur eflaust ekki grunað hversu hörmulega ferðin endaði síðan, að þau myndu bæði deyja.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum skipsins veita innsýn í síðustu klukkustundir lífs þeirra og er ekki annað að sjá á þeim en að þau hafi verið par sem átti í erfiðleikum og að samband þeirra hafi í raun verið að fjara út.

Þau voru mest út af fyrir sig í ferðinni, eyddu ekki miklu og hittu fjölskyldu Kristen, sem var einnig í þessari siglingu, mikið. Þau fóru snemma inn í klefa sinn á hverju kvöldi.

Parið á góðri stund.

Síðasta kvöldið, þann 8. maí, höfðu þau keypt miða á uppistand en mættu ekki. Þess í stað voru þau í spilavíti skipsins. Þar sátu þau og spiluðu í spilakassa og ræddu stuttlega saman. Samtalinu lauk með að Kristen kyssti Paul og gekk á brott. Þá var klukkan 18.52.

Þetta var síðasta samtal þeirra. Nokkrum klukkustund síðar létust þau bæði. Ekki er vitað hvert Kristen fór en vitað er að Paul kom á undan henni í klefa þeirra. Klukkan 20.19 fór hann inn í klefann. Sex mínútum síðar kom Kristen þangað.

Þau heimsóttu spilavítið skömmu áður en þau létust.

Klukkan 20.48 sést á innrauðum upptökum eftirlitsmyndavéla að Kristen klifraði yfir grindverkið á svölunum og hékk 20 metra yfir sjónum. Talið er að þetta hafi hún gert til að láta reyna á Paul. Nokkrum sekúndum síðar sést að hún missir fótfestuna og hrapar niður, á leiðinni rakst hún í skipið og slasaðist örugglega mikið. Nokkrum sekúndum síðar sést á upptökunni að Paul, sem var nakinn, stekkur útbyrðis á eftir Kristen. Líklega í vonlausri tilraun til að bjarga henni. Þetta er það síðasta sem sást til þeirra. Það var ekki fyrr en 15 klukkustundum síðar sem áhöfnin uppgötvaði að þau voru horfin. Þá var engin von um að finna þau á lífi.

Niðurstaðan

Sumarið 2015 ákvað ástralska lögreglan að leggja fram niðurstöðu rannsóknar sinnar eftir ítarlega vinnu við að rannsaka allar hliðar málsins. Sagði lögreglan að líklega hafi Kristen hangið fram af svölunum í „dramatískri tilraun til að láta reyna á Paul og aðvara hann“. Þetta hafi endað á versta hugsanlega hátt. Hún missti fótfestuna og hrapaði 20 metra niður í sjóinn. Nokkrum augnablikum síðar stökk Paul á eftir henni í örvæntingarfullri en vægast sagt vonlausri tilraun til að bjarga henni. Lögreglan telur líklegt að Kristen hafi verið látin þegar hún lenti í sjónum en það er þó ekki vitað með vissu. Líkin fundust aldrei.

„Lát Kristen og Paul er enn hörmulegra en flest önnur andlát vegna einmanaleikans sem þau hljóta að hafa fundið fyrir í svörtu hafinu og af því að þau höfðu farið í skemmtisiglingu til að endurbyggja og styrkja sambandið,“

sagði Hugh Dillon, réttarmeinafræðingur, sumarið 2015.

Paul var þetta sama ár sæmdur Australian Bravery Award fyrir hugrekki sitt þegar hann reyndi að bjarga Kristen.

Byggt á umfjöllun News.com.au, ABC, Daily Mail og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hætta að framleiða bækur eftir Dr. Seuss – „Þessar bækur sýna fólk með hætti sem er rangur og særandi“

Hætta að framleiða bækur eftir Dr. Seuss – „Þessar bækur sýna fólk með hætti sem er rangur og særandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

WHO segir ólíklegt að heimsfaraldrinum ljúki á þessu ári

WHO segir ólíklegt að heimsfaraldrinum ljúki á þessu ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fauci segir öll bóluefnin gegn kórónuveirunni vera áhrifarík

Fauci segir öll bóluefnin gegn kórónuveirunni vera áhrifarík
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að bréf sýni að FBI og lögreglan í New York hafi komið að morðinu á Malcolm X

Segja að bréf sýni að FBI og lögreglan í New York hafi komið að morðinu á Malcolm X
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni

Ný rannsókn – Öfgasinnað fólk á erfiðara með að leysa flókin verkefni