fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Lögreglumaður hafði upp á manninum sem skaut hann fyrir 49 árum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 21:30

Luis Archuleta og Daril Cinquanta. Mynd:Lögreglan í Denver

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Luis Archuleta, 77 ára, handtekinn í Espanola í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Fyrir 49 árum síðan skaut hann Daril Cinquanta, lögreglumann, í magann í Denver í Colorado. Archuleta skaut Cinquanta þegar hann stöðvaði akstur hans til að skoða skilríki hans. Til átaka kom og Archuleta skaut lögreglumanninn.

Tveimur árum síðar, 1973, var Archuleta fundinn sekur um árás á lögreglumann með banvænu vopni og dæmdur í fangelsi. Honum tókst að flýja 1974. Handtökuskipun var gefin út 1977 en hann fannst aldrei. Handtökuskipunin rann úr gildi 2018.

Cinquanta hætti aldrei að rannsaka málið og hringdi ófá símtöl og barði á ófáar dyr til að reyna að hafa uppi á Archuleta. Honum barst nýlega símtal frá ónafngreindum heimildarmanni sem sagði:

„Ég hef hugsað um þetta og ég ætla að segja þér hvar maðurinn, sem skaut þig, er.“

Sagði Cinquanta í samtali við KUSA-TV.

Í framhaldinu var handtökuskipun á hendur Archuleta gefin út og fann lögreglan hann þar sem hann bjó um 30 km frá Sante Fe undir nafninu Ramon Montoya en það nafn hefur hann notað síðustu 40 ár. Hann verður nú fluttur í fangelsi í Colorado og vonast Cinquanta til að hitta hann þar.

„Ég myndi vilja setjast niður með honum og tala við hann. Hann vill kannski tala við mig eða kannski ekki. Hver veit?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Í gær

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli