fbpx
Miðvikudagur 30.september 2020
Pressan

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 22:02

San Quentin fangelsið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru allt að fimmtán sinnum meiri líkur á að smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í bandarískum fangelsum en annars staðar í bandarísku samfélagi. Nú hafa minnst 19 fangar látist af völdum COVID-19 í San Quentin-fangelsinu norðan við San Francisco í Kaliforníu. Auk þess hefur rúmlega helmingur fanganna smitast af veirunni.

AP segir að átta af þeim sem hafa látist fram að þessu hafi setið á svokölluðum „dauðagangi“ en þeir höfðu allir verið dæmdir til dauða.

Joe Garcia er einn þeirra fanga sem hafa fengið COVID-19. Hann skrifaði grein í Washington Post um hvernig það er að vera smitaður í fangelsi og bar greinin yfirskriftina:

„Í San Quentin-fangelsinu situr þú og bíður eftir að COVID-19 komi og taki þig.“

Í greininni segir hann að hann hafi verið settur í einangrun og hafi liðið illa. Hann hafi sagt hjúkrunarfræðingi að honum væri óglatt, hann hafi svitnað á nóttunni og verið mjög veikburða.

„Þú átt ekki erfitt með andardrátt svo þú mátt ekki fara á sjúkrahús. Það er bara líkami þinn sem berst við veiruna. Taktu verkjalyf og drekktu mikið vatn.“

Sagði hjúkrunarfræðingurinn og bætti við:

„Þú ert einn af þeim heppnu.“

Fluttu smitaða fanga í fangelsið

Ólíkt mörgum öðrum bandarískum fangelsum tókst lengi vel að halda kórónuveirunni frá fangelsinu. En það breyttist í lok maí þegar 121 fangi var fluttur þangað úr Chino-fangelsinu sem er einnig í Kaliforníu.

Allir fangarnir höfðu farið í sýnatöku áður en þeir voru fluttir á milli fangelsanna og voru sýnin neikvæð. En eftir því sem Los Angeles Times segir þá voru sum sýnin tekin allt að fjórum vikum áður en fangarnir voru fluttir á milli fangelsanna. Sumir þeirra smituðust síðan á milli þess sem sýni voru tekin úr þeim og þar til þeir voru fluttir í San Quentin. Þeir báru kórónuveiruna því með sér í þetta stóra fangelsi en þar voru. 3.462 fangar í lok júní. Tölur frá fangelsinu sjálfu sýna að rúmlega 2.000 fangar hafa nú smitast af veirunni. 258 fangaverðir hafa einnig smitast.

Tölur sýna að það eru miklu meiri líkur á að smitast af kórónuveirunni í fangelsum en utan þeirra. Sem dæmi má nefna að í Texas er um tíundi hver fangi smitaður af veirunni en ef litið er á íbúa ríkisins í heild þá er hlutfallið 1,5 prósent. Í Arkansas og Ohio er hlutfallið enn hærra en þar eru 15 sinnum meiri líkur á að smitast í fangelsi en utan þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fyrir 2 dögum

Gæsaveiðin gengur víða ágætlega

Gæsaveiðin gengur víða ágætlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um Estonia geta kollvarpað öllu sem hefur komið fram um orsakir slyssins

Nýjar upplýsingar um Estonia geta kollvarpað öllu sem hefur komið fram um orsakir slyssins
Pressan
Fyrir 2 dögum

9 af hverjum 10 fórnarlömbum COVID-19 í Noregi voru með króníska sjúkdóma

9 af hverjum 10 fórnarlömbum COVID-19 í Noregi voru með króníska sjúkdóma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að banna sölu bensínbíla í Kaliforníu

Ætla að banna sölu bensínbíla í Kaliforníu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Merk uppgötvun – Parkinsonssjúkdómurinn er í raun tveir sjúkdómar

Merk uppgötvun – Parkinsonssjúkdómurinn er í raun tveir sjúkdómar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þriðja hver bandarísk barnafjölskylda á ekki nægan mat

Þriðja hver bandarísk barnafjölskylda á ekki nægan mat