fbpx
Laugardagur 23.október 2021
Pressan

Tifandi tímasprengja undir Andrew prins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 05:40

Andrew prins í viðtali við BBC um mál Epstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ghislaine Maxwell, unnusta barnaníðingsins Jeffrey Epstein, var í felum þegar bandaríska alríkislögreglan FBI handtók hana nýlega í New Hampshire. Þar hafði hún látið lítið fyrir sér fara síðan síðasta sumar. Hún hafði ráðið þrjá öryggisverði, sem eru fyrrum liðsmenn breska hersins, til að annast öryggisgæslu við heimili sitt. Maxwell opnaði hús sitt ekki fyrir lögreglunni sem varð að brjótast inn og hún faldi sig í einu herbergja hússins. Auk þess hafði hún pakkað farsíma sínum inn í álpappír til að reyna að koma í veg fyrir að lögreglunni tækist að staðsetja hann.

Þetta er meðal þess sem saksóknarar hafa bent á til að styðja mál sitt um að líkur séu á að Maxwell flýi ef hún verður látin laus gegn tryggingu. Hún er grunuð um að hafa útvegað Epstein fjölda ungra stúlkna, allt niður í 14 ára, sem hann nauðgaði og beitti kynferðislegu ofbeldi í hinum ýmsu lúxusdvalarstöðum sínum.

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

Audrey Strauss, saksóknari, segir að Maxwell hafi sjálf tekið þátt í kynferðisofbeldinu og hafa sum fórnarlömb hennar og Epstein skýrt frá því að þau hafi bæði tekið þátt í ofbeldinu.

Segja má að mál Maxwell sé eins og tifandi tímasprengja  undir bresku konungsfjölskyldunni og þá sérstaklega Andrew prins. Hann var vinur Epstein og dvaldi margoft hjá honum. Prinsinn er sagður hafa stundað kynlíf með ýmsum konum og að hafa níðst á barnungum stúlkum í þessum heimsóknum sínum. Þessu vísar prinsinn algjörlega á bug.

Ekki er útilokað að Maxwell geti valdið prinsinum miklum skaða ef hún tekur þann kost að skýra frá þeirri vitneskju sem hún býr yfir um Epstein og vini hans. Hún neitar sök og er ekki samvinnuþýð að sögn. En það er spurning hvort hræðslan við að vera dæmd í 30 ára fangelsi muni breyta afstöðu hennar og að hún kjósi að starfa með lögreglunni til að fá vægari refsingu. Dómari úrskurðaði í gær að hún verði ekki látin laus gegn tryggingu og verður hún því í varðhaldi þar til réttarhöld í máli hennar hefjast á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt