fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Flugslysið í Eþíópíu hefur víðtæk áhrif þar í landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 05:59

Vél frá Ethiopian Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn fórst Boeing 737 MAX 8 vél frá Ethiopian Airlines skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa í Eþíópíu. Allir 157, sem voru um borð, létust. Flugfélagið er ríkisflugfélag landsins og hefur kallað sjálft sig „nýjan anda Afríku“.

Flugfélagið hefur verið vel rekið og þykir mjög öruggt. Mörgum hefur þótt það gott dæmi um ris Afríku sem heimsálfu. Flugfélagið er eina flugfélagið í álfunni sem er rekið með hagnaði og hefur verið einhverskonar táknmynd lands sem er að hrista af sér áratugalanga ímynd mikillar fátæktar og hungurs.

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, sagði á sunnudaginn að slysið hefði ekki getað komið á verri tíma fyrir Ethiopian Airlines. Hann hafi verið stoltur af flugfélaginu sem hafi verið gott merki um þann góða árangur sem hefur náðst í Afríku.

Með fjármögnun frá Kína hafa Eþíópíumenn fjárfest mikið í innviðum landsins og iðnaði. Hagvöxturinn þar í landi hefur verið einn sá mesti í Afríku. Neðanjarðarlestarkerfi hefur verið byggt, vatnsaflsvirkjun við Níl og ýmis verkefni hafa verið í gangi til að tryggja landinu, sem á ekki land að sjó, aðgengi að Rauða hafinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó

Mörg þúsund Norðmenn fengu skilaboð fyrir mistök um milljónavinning í Lottó
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli