fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Pressan

Lögreglumennirnir voru sendir til að kanna af hverju maðurinn hafði ekki mætt til vinnu – „Hvern fjandann sáum við?“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 05:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Flickr/RogerW

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á síðasta ári voru lögreglumennirnir Hampus og Fredrik á vakt í Bjärred í Svíþjóð. Þeir voru sendir að ákveðnu húsi þar sem þeir áttu að knýja dyra til að kanna ástandið á heimilinu því húsbóndinn hafði ekki skilað sér til vinnu þennan dag en það var mjög ólíkt honum.

Enginn kom til dyra og þeir gripu því til þess ráðs að lýsa með vasaljósi inn í gegnum gardínur. Þá fengu þeir smjörþefinn af því sem beið þeirra. Þetta kemur fram í umfjöllun í fagblaði sænskra lögreglumanna, Svensk Polis.

Allar gardínur voru dregnar fyrir í húsinu og öll ljós voru slökkt á neðri hæðinni. Á efri hæðinni var hins vegar dregið frá og ljós kveikt. Bílar fjölskyldunnar voru í hlaðinu. Þegar Fredrik lýsti í gegnum gardínurnar með vasaljósinu sínu sá hann að matardiskar stóðu á eldhúsborðinu en hann sá einnig lík. Þeir tilkynntu þetta strax til stjórnstöðvar sem gaf þeim fyrirmæli um að fara inn í húsið. Þeir gerðu það og fóru að velta fyrir sér því sem biði þeirra, að flytja eiginkonu og börnum hins látna tíðindin af andláti hans. En það voru ekki öll kurl komin til grafar í málinu.

Þeir brutu rúðu í útidyrum og fóru hljóðlega inn. Þeir hrópuðu síðan en fengu ekkert svar. Þegar þeir komu að manninum gátu þeir staðfest að hann var látinn. Þeir héldu áfram för sinni um húsið. Allar dyr voru sundurskotnar. Þeir opnuðu þær einar af öðrum og kíktu inn í herbergin. Í svefherbergi fundu þeir konu, hún var látin. Nú blasti við þeim að hér var ekki aðeins um sjálfsvíg að ræða heldur einnig morð.

Hafði maðurinn myrt eiginkonu sína og sett hana í rúmið? Hvar voru börnin?

Þeir tóku sér smá hlé og gerðu áætlun um framhaldið. Þeir tilkynntu stöðu mála til stjórnstöðvar og fengu að vita að liðsauki væri á leiðinni sem og sérfræðingar til að annast vettvangsrannsókn.

Þeir fóru því næst upp á efri hæðina þar sem öll ljósin voru kveikt. Fjórar dyr blöstu við þeim þar og voru tvær þeirra lokaðar. Stúlkunöfn voru á þeim. Þeir stilltu sér upp við sitthvorar dyrnar og opnuðu þær samtímis. Sjónin sem mætti þeim var mikið áfall. Í rúmum lágu tvær litlar stúlkur látnar.

Þeir fóru rólega út í ferskt loftið og spurðu hvorn annan hver fjandinn það væri sem þeir hefðu séð.

Fljótlega komu fleiri lögreglumenn á vettvang og tóku við vettvanginum og sögðu Fredrik og Hampus að setjast inn í lögreglubíl og reyna að ná áttum. Þar sátu þeir í margar klukkustundir og reyndu að jafna sig á þessari skelfilegu upplifun.

Rannsókn leiddi í ljós að foreldrarnir höfðu um langa hríð undirbúið þetta og höfðu skilið eftir sig erfðaskrá. Þau höfðu banað dætrum sínum og síðan tekið eigin líf. Ástæðan var að dæturnar glímdu báðar við krónískan hrörnunarsjúkdóm.

Málið vakti mikla athygli og sorg í Svíþjóð og vakti upp miklar umræður um  mál sem þessi en þau koma öðru hvoru upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að loftslagsbreytingarnar muni hrekja milljónir Bandaríkjamanna frá heimilum sínum

Telur að loftslagsbreytingarnar muni hrekja milljónir Bandaríkjamanna frá heimilum sínum
Í gær

Líklega er um tvö þúsund urriðar í Öxará

Líklega er um tvö þúsund urriðar í Öxará
Pressan
Í gær

Samkvæmi af þessu tagi gætu verið komin til að vera

Samkvæmi af þessu tagi gætu verið komin til að vera
Pressan
Í gær

Enn er Andrew prins í kastljósinu vegna meints kynferðisofbeldis – „Baðkarið er einfaldlega of lítið“

Enn er Andrew prins í kastljósinu vegna meints kynferðisofbeldis – „Baðkarið er einfaldlega of lítið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mætti óvænt í jarðarförina sína í stað þess að mæta í afmælisveisluna sína

Mætti óvænt í jarðarförina sína í stað þess að mæta í afmælisveisluna sína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk áhrif kórónuveirufaraldursins – Í annað sinn í sögunni þarf að aflýsa hátíðarhöldum hjá dönsku hirðinni

Víðtæk áhrif kórónuveirufaraldursins – Í annað sinn í sögunni þarf að aflýsa hátíðarhöldum hjá dönsku hirðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“

Sjáðu myndbandið: Fór hamförum í búðinni vegna sóttvarnaraðgerða – „Ég skammast mín ekki“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega

Loftmengun verður hálfri milljón barna að bana árlega