fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Matur

Himneskt Tiramisini borið fram í martini glösum

Sjöfn Þórðardóttir
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 23:04

Nigella Lawson eldhúsgyðjan fræga kann svo sannarlega að gleðja bragðlaukana og hér er á ferðinni dýrðlegur eftirréttur./Mynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú elskar Tiramisu og espressokaffi er þetta hinn fullkomni eftirréttur fyrir þig. Til að toppa þennan himneska rétt er framsetningin en hér er hann borinn fram í fallegum martini glösum sem setur punktinn yfir i-ið. Þessi réttur kemur að sjálfsögðu úr smiðju eldhúsgyðjunnar Nigellu Lawson og ítalska bragðið nýtur sín til fulls.

Tiramisini

Fyrir 4

100 ml expresso eða sterkt skyndikaffi

2 msk kaffilíkjör

4 stk. Savoiardi-fingurkökur (fínar fingurkökur úr svampdeigi)

2 stk. eggjahvítur

250 g Mascarponeostur

2 msk hunang

2 msk marsalavín

1 tsk. gæðakakóduft

4 lítil martini glös (um 125 ml)

Búið til espresso og hellið í könnu sem þolir vel hita, hellið kaffilíkjörnum út í, látið kólna. Á svölum degi dugar að láta þetta kólna í um það bil 10 til 15 mínútur við opinn glugga. Brjótið niður hvern Savoiard-fingur í 4 bita og setjið í martini glösin, hellið síðan kældri expressoblöndunni yfir þá. Þjappið varlega saman og gætið þess að kökurnar séu allar í bleyti. Þeytið síðan eggjahvíturnar þar til hægt er að mynda úr þeim mjúka toppa. Setjið til hliðar um stund. Mokið mascarponeostinum í aðra skál og setjið hunang út í. en þetta er til að fá sætubragðið. Þeytið saman. Þegar osturinn og hunangið hafa blandast vel saman, bætið þá marsalavíninu útí og þeytið, ef þið viljið ekki nota það má setja sykur í staðinn. Hrærið síðan eggjahvítunum varlega saman við, þriðjung í einu, setjið þá blönduna með skeið yfir gegnblautar kökurnar í hverju glasi og notið skeiðina til að mynda toppa efst. Látið glösin í kæli a.m.k. 20 mínútur og allt að sólarhring. Upplagt að gera þennan rétt daginn áður en það á að bera hann fram. Fyrir notkun sáldrið þá kakói yfir í gegnum fíngert sigti, rétt áður en tiramisini rétturinn er borinn fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa