fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. maí 2024 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líflegar kappræður 12 frambjóðenda til embættis forseta Íslands stóðu yfir á RÚV í kvöld, frá klukkan 19:40 til 22. Eins og gefur að skilja bar margt á góma og umræðurnar voru líflegar en góður andi ríkti í sjónvarpssal.

Miðað við skrif á X (Twitter) og Facebook virtist sjónvarpsáhorfendum líka vel við þetta efni en fjölmargar athugasemdir mátti sjá um kappræðurnar.

Jakob Bjarnar Grétarsson, þjóðþekktur blaðamaður á Vísi, gefur þættinum góða einkunn í stuttri færslu á Facebook:

„Besta tv í heimi. En ég er í enn meiri bobba en áður — þau voru öll frábær!“

Kristín Reynisdóttir var ekki eins hrifin:

„Hélt út í 20 mín af þessu sjónvarpsefni og er sködduð fyrir lífstíð. Þó verður ekki hægt að rekja skaðann til hans Baldurs míns Áfram Baldur.“

Erla Hlynsdóttir, blaðamaður á Heimildinni, taldi að Katrín Jakobsdóttir hefði nýtt spurningatíma frambjóðenda vel:

„Sigurvegarinn í „frambjóðandi spyr frambjóðanda” var klárlega Katrín. Hún valdi að spyrja fyrrverandi borgarstjóra hvort sú reynsla myndi nýtast honum í embætti forseta, og fékk svar sem kom mjög vel út fyrir hana sjálfa sem fyrrverandi forsætisráðherra. Síðan voru nokkrir sem greinilega vildu reyna að koma höggi á Katrínu með því að spyrja hana að því sem þeir töldu krefjandi spurningu sem varð til þess að hún fékk mun meira kastljós en aðrir frambjóðendur í þessum lið.“

Nokkuð var rætt um umfangsmiklar handahreyfingar Höllu Hrundar. Um þær sagði Bjartmar Þórðarson þetta: „Mér finnst tilraun Höllu Hrundar til að táknmálstúlka sjálfs sig virðingarverð.“

Andrés Jónsson almannatengill sagði: „Talpunktar Katrínar eru allt sem hún telur veikleika Höllu Hrundar. Skiljanlegt.“

Glúmur Baldvinsson minnti á lítil völd forseta og virtist honum sem ekki gerðu allir frambjóðendur sér grein fyrir því:

Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, spurði hvaða þrjú hefðu borið af í umræðunum og fékk, eins og búast mátti við, mismunandi svör. Smellið á tengilinn beint fyrir neðan til að sjá þau:

 

Hér að neðan gefur að líta nokkur beitt ummæli á X:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti

Bjórinn í Reykjavík dýrastur í Evrópu – Fjórði dýrasti í heiminum samkvæmt bjórkorti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn

Eigendur lúxusíbúða skoruðu sigur gegn vinsælum pílustað – Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fær á baukinn
Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Í gær

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna

Siggi stormur furðulostinn yfir athæfi ferðamanna
Fréttir
Í gær

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“

Guðmunda hefur aldrei gleymt ungu stúlkunni sem sagði henni leyndarmál – „Oft fellt tár hennar vegna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn

Rússar bjóða íbúum Moskvu milljónir í vasann fyrir að skrá sig í herinn