fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Ambika er á leið til Íslands – Leitar að Hafdísi og langar að þakka henni fyrir stuðning

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júní 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum að leita að Hafdís. Hingað til okkar leitaði kona að nafni Ambika sem ólst upp í SOS barnaþorpinu í Greenfields á Indlandi árin 1993 til 2012. Hún átti SOS-foreldri á Íslandi að nafni Hafdís sem styrkti hana í gegnum SOS og sendi henni reglulega kort í pósti, síðast fyrir um 10 árum.“

Þetta stendur í Facebook-færslu SOS Barnaþorpanna, sem deila nú nú fyrir hönd Amika sem vill finna umrædda Hafdísi og þakka henni fyrir.

Nú er Ambika á leið til Íslands um mánaðamótin júní/júlí ásamt eiginmanni sínum og hana langar afar mikið að hitta Hafdísi til að þakka henni stuðninginn og kortasendingarnar í öll þessi ár.

SOS Barnaþorpin geta ekki aðstoðað hana vegna persónuverndar:

Þar sem SOS Barnaþorpin lúta ströngum persónuverndarlögum eigum við ekki lengur til í tölvukerfinu okkar upplýsingar um Hafdísi og því bregðum við á það ráð að auglýsa eftir henni hér.

Sér Hafdís þessa færslu? Eða getur þú hjálpað okkur að finna hana?

Endilega deildu þessari færslu og hjálpaðu okkur að finna Hafdísi. Ef þú sérð þessa færslu Hafdís, máttu endilega hafa samband við okkur. Eða ef þið sem vitið um téða Hafdísi megið þið gjarnan senda okkur einkaskilaboð.

Meðfylgjandi er mynd af kortum frá Hafdísi til Ambiku ásamt myndum frá Greendields á Indlandi.

Veist þú hver Hafdís er?

Hafdís og/ eða þeir sem vita hvaða Hafdísi er um að ræða geta sent SOS Barnaþorpunum skilaboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli