fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Hryllingurinn á Skyggnisbraut – Nýtt myndband sýnir árásarmanninn sveifla stóru eggvopni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. maí 2025 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt myndband frá vettvangi hnífstunguárásar við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal sýnir meintan árásarmann munda stórt eggvopn og kona sem virðist tengjast málsaðilum öskrar hástöfum í mikilli örvæntingu.

DV hefur fjallað um málið í dag og birt myndband af árásinni. Myndband sem birtist hér neðst í fréttinni er skýrara en myndbandið í fyrri fréttinni. Virðist það vera tekið í kjölfar hnífstunguárásarinnar.

Lögreglan fékk tilkynningu um árásina um þrjúleytið í dag. Var lögregla með mikinn viðbúnað á vettvangi og naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Mannsins var leitað um stund eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang en var síðan handtekinn. Árásarþoli var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um alvarleika áverkanna eða ástand hans.

Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu um málið:

„Einn er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í Úlfarsárdal í dag, en tilkynnt var um árásina um þrjúleytið. Um var að ræða átök manna utandyra í hverfinu, en málsatvik eru um margt óljós á þessu stigi. M.a. um áverka brotaþola. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Íbúar skelfingu lostnir

Íbúar í hverfinu eru mjög slegnir vegna atburðarins enda átti árásin sér stað um hájartan dag úti á götu í barnmörgu hverfi. „Við erum að spjalla saman hérna nokkrir nágrannar og við erum mjög skelkuð eftir að hafa séð þetta myndband,“ segir einn íbúi í samtali við DV fyrr í dag.

Sjá einnig: Hnífstungumaðurinn í Úlfarsárdal handtekinn – Myndband sýnir hann ráðast að tveimur mönnum

Myndbandið frá vettvangi árásarinnar má sjá hér að neðan:

video
play-sharp-fill

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir manni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald
Hide picture