fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Pútín lætur sprengjum rigna yfir Úkraínu – Á meðan vex óvissan um áframhaldandi stuðning Vesturlanda

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. janúar 2024 04:35

Rússar skutu flugskeyti á þetta fjölbýlishús í Dnipro. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir þrýsting frá Þjóðverjum á nú að þvinga fram í dagsljósið upplýsingar um hvaða Evrópuþjóðir leggja minnsta hernaðarstuðninginn af mörkum til Úkraínu. ESB og Bandaríkin berjast á fjölda vígstöðva við að finna nýja milljarða og vopn fyrir Úkraínu og einn liður í þessu er uppástunga bandarískra ráðamanna um að grípa til mjög sprengifims vopns sem Vesturlönd ráða yfir.

Þjóðverjar þrýstu hart á að upplýsingar verði gerðar opinberar um  hvaða ESB-ríki láta hjá líða að senda eins mikið af vopnum og þau gætu gert, til Úkraínu. Það er utanríkisþjónusta ESB sem rannsakar framlög aðildarríkjanna og á niðurstaðan að liggja fyrir á leiðtogafundi ESB í Brussel þann 1. febrúar næstkomandi. Þar verða málefni Úkraínu aðalviðfangsefnið, bæði efnahagsleg  og hernaðarleg aðstoð við landið.

Á sama tíma vinna Bandaríkjamenn á bak við tjöldin að umdeildri neyðaráætlun sem mun senda háar fjárhæðir til Úkraínu og ekki veitir af því svo virðist sem stuðningur almennings og stjórnmálamanna við Úkraínu fari þverandi á Vesturlöndum.

Vaxandi óvissa er um áframhaldandi stuðning. Í Washington koma þingmenn Repúblikana í veg fyrir að 60 milljarða dollara hjálparpakki Joe Biden, forseta, til Úkraínu sé samþykktur og á leiðtogafundi ESB í desember beitti Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, neitunarvaldi gegn 50 milljarða evra hjálparpakka til Úkraínu á næstu fjórum árum. ESB-ríkin náðu heldur ekki samkomulagi um að leggja fé í hernaðarstuðning við Úkraínu.

Skortur á vopnum, loftvörnum og hernaðartólum veikir í vaxandi mæli getu Úkraínumanna til að verjast árásum Rússa sem hafa hert þær á síðustu vikum og láta flugskeytum og drónum rigna yfir borgi og bæi.

Þess utan stefnir Úkraína í alvarlega efnahagskreppu vegna gríðarlegs hallareksturs ríkissjóð. ESB-ríkin höfðu heitið að stoppa í það gat en þá kom Orbán til sögunnar og kom í veg fyrir það.

Bandaríkin eru sögð þrýsta á um að Vesturlönd noti þá 300 milljarða dollara, sem voru frystir strax í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, til að styðja við Úkraínu. Margir alþjóðlegir fjölmiðlar segja að Bandaríkjamenn hafi lagt til að G7-ríkin kanni möguleikann á að nota þessa peninga en þeir tilheyra rússneska seðlabankanum.

DV.is fjallaði nýlega um málið og hugsanlega notkun þessara peninga.

Vesturlönd eiga mjög öflugt vopn gegn Rússlandi – Þora þau að nota það?

Financial Times segir að málið verði rætt á leiðtogafundi G7 sem fer fram í kringum 24. febrúar en þá verða tvö ár liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT