fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Frakkar unnu öruggan sjö marka sigur – „Þetta er leikur kattarins að músinni“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. janúar 2024 15:17

Ýmir Örn Gíslason og félagar í íslenska landsliðinu eru í vandræðum gegn Frökkum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar unnu sjö marka sigur á íslenska landsliðinu á EM í handknattleik nú fyrir stundu. Segja má að Ólympíumeistararnir hafi verið of stór biti fyrir strákana okkar í dag.

Jafnræði var með liðunum til að byrja en í stöðunni 4-4 tóku Frakkar á rás og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 8-4.

Íslendingar létu þó Frakka ekki stinga sig af og hafa sýndu frábæra baráttu og náðu reglulega minnka muninn niður í tvö mörk  í fyrri hálfleiknum. Frakkar náðu hins vegar að skora síðasta mark hálfleiksins þegar nokkrar sekúndur lifðu og fóru með þriggja marka forystu í hálfleik – 17 -14.

Sá munur hélst síðan út leikinn en um tíma virtust Íslendingar ætla að gera leikinn spennandi. Sérstaklega munaði þar um innkomu Hauks Þrastarsonar sem minnkaði muninn niður í þrjú mörk þegar skammt var eftir. En Frakkar náðu svo áhlaupi í lokin og enduðu með að tryggja sér sannfærandi sjö marka sigur.

Þá var ánægjulegt að sjá innkommu Óðins Þórs Ríkharðssonar sem varð markahæstur í liðinu sem sex mörk eins og Elliði Snær Viðarsson og Viggó Kristjánsson. Þá skoraði Haukur Þrastarson fjögur glæsileg mörk.

Þetta höfðu X-verjar að segja um leikinn:

Sirkusmarkið vakti mikla lukku

Það örlaði á fortíðarþrá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?