„Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Töluverður snjór er í bænum og er unnið að því að hreinsa götur bæjarins.“
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Þegar búið verður að hreinsa götur hefst vinna að nýju við að koma vatni og rafmagni á húsin í bænum. Önnur verðmætabjörgun er ekki í gangi og verður ekki fyrr en að kvarði á hættumatskorti Veðurstofunnar fer niður í „töluverða hættu“ en sem stendur er hættan í Grindavík talin „mjög mikil“. Þá er unnið að kortlagningu á sprungum í og við Grindavík.
„Grindavík er talin vera mjög mikil hætta á jarðskjálftum, sprungum, hraunflæði, sprunguhreyfingum, gosopnun án fyrirvara og hættulegri gasmengun. Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út í gær kl. 15 og gildir til 19. janúar 2024, kl. 15 að öllu óbreyttu. Kortið má sjá hér að neðan.