fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Sverrir handtekinn og B lokað – Ósáttur við lögreglumann

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. september 2023 08:47

Sverrir er ósáttur við störf lögreglu og hefur sent inn kvörtun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5, áður B5 og Bankastræti Club, var lokað á laugardag og eigandinn, Sverrir Einar Eiríksson handtekinn. Of margir voru inni á staðnum og sumir gestir undir lögaldri.

Í yfirlýsingu Sverris segir hann frá sinni hlið.

„Á aðfararnótt 17. september sl. kom upp ágreiningur um vinnubrögð lögreglu við eftirlit á veitingastað okkar í Bankastræti. Okkur aðstandendum staðarins fannst vanta að gætt væri hófs í vinnu lögreglu, en áður hafði þurft að leiðrétta misskilning lögreglumanns sem eftirlitið leiddi um kröfur þær sem gerðar eru til dyravarða á staðnum,“ segir Sverrir í yfirlýsingunni.

Hafi sami lögreglumaður fært Sverri á lögreglustöðina þar sem málinu hafi verið lokið og honum sleppt lausum.

Formleg kvörtun

„Lögreglan heldur því fram að of margir hafi verið inni á staðnum, en talning með aðstoð öryggismyndavélakerfis staðarins sýnir að svo var ekki. Ég hef sent lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu þessa lögreglumanns. Okkur er í mun að gott samstarf sé við lögreglu og hörmum að þarna hafi orðið misbrestur á því. Við vinnum að því að koma á samtali við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um vinnulag við eftirlit sem fullnægi þörfum lögreglu án þess að það sé um of íþyngjandi fyrir gesti og rekstur staðarins,“ segir Sverrir sem keypti staðinn í júní.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá aðgerðinni í skýrslu á sunnudag. Þar stóð:

„Við eftirlit á skemmtistað í miðbænum kom í ljós að of margir gestir voru inn á staðnum auk þess sem fólk undir lögaldri var þar að skemmta sér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Í gær

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“