fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Metfjöldi dauðsfalla á Everest – Enn berast fregnir af ótrúlegum björgunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. júní 2023 22:00

Everestfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að metfjöldi fjallagarpa hafi látið lífið við að freista þess að klífa Everest-fjall í Nepal, hæsta tind veraldar. Alls hafa tólf dauðsföll verið staðfest en fimm fjallgöngumanna er saknað og eru þeir taldir af. Þá hafa borist fregnir af því að óvíst sé um afdrif tveggja annara og því gætu allt að 19 einstaklingar hafa látið lífið í ár sem er metfjöldi. Fyrra metið átti sér stað árið 2014 en þá létustu sautján einstaklingar á fjallinu, þar af sextán á sama deginum þann 18. apríl þetta ár þegar snjóflóð hrifsaði með sér hóp fjallgöngumanna.

Öfgar í veðurfari gera fjallið hættulegra

Hávær umræða er um hvað valdi því að svo margir hafi látið lífið. Sumir eru á því að nepölsk yfirvöld séu að gefa út of mörg leyfi, alls 478 talsins þetta árið, og þá séu meira um það að reynslulítið fjallgöngufólk sé að freista þess að sigrast á fjallinu goðsagnarkennda. Flestir eru þó á því að breytingar og öfgar í veðurfari séu að verða til þess að fjallið sé að verða mun hættulegra en áður. Kuldinn við toppinn er orðinn meiri en áður og það hafi meðal annars lýst sér í því að sækja þyrfti tvo nepalska sjerpa með þyrlu vegna alvarlegra frostabita. Það er í fyrsta skipti síðastliðinn þrjátíu ár sem slíkt gerist.

Þá berast einnig fregnir af því að sóðaskapurinn í tjaldbúðum fjallgöngufólksins fari síversnandi og ruslið sé farið að ofbjóða heimamönnunum. Nepalski herinn var á dögunum sendur á vettvang til þess að hreinsa til á fjallinu en einhverjir hermenn í þeim leiðangri létu lífið við þau störf.

Ekki sjálfsagt að freista þess að bjarga fólki við toppinn

En þá hafa einnig borist fregnir af ótrúlegum björgunum af tindi fjallsins. Þannig greindi DV frá hetjudáð sjerpans Gelje sem bjargaði lífi fjallagarps frá Malasíu, sem var við dauðans dyr, skammt frá toppnum. Það mál hefur vakið heimsathygli í ljósi þess að sá malasíski þakkaði ekki bjargvætti sínum þegar hann tjáði sig opinberlega um lífsbjörgina.

Það þykir nefnilega ekkert sjálfsagt að freista þess að bjarga kollegum sínum þegar komið er upp á „dauða svæðið“ svokallaða við toppinn. Fjallgöngugörpum er hreinlega ráðið frá því enda getur það reynst gríðarlega hættulegt og í raun líklegra að bjargvætturinn deyi með þeim sem hann freistar að bjarga en ekki. Það þykir því ekkert sérstakt tiltökumál að arka framhjá deyjandi kollegum á leiðinni á toppinn.

Fan Jiangtao

Nú hefur borist önnur björgunarsaga frá toppi Everest en þar voru að verki kínversku fjallagarparnir Fan Jiangtao og Xie Ruxiang frá Huan-héraði í Kína. Þegar Fan- átti aðeins 400 metra eftir á toppinn gengu þeir framhjá kínverskri konu sem var meðvitundarlaus, enda búin með súrefnið sitt, og við dauðans dyr. Hún hafði meðal annars týnt öðrum hanskanum sínum sem gerði það að verkum að önnur hendi hennar var illa farinn af frostbiti.

Greiddi hluta af björgunarkostnaðinum að auki

Þrátt fyrir að allt mælti gegn því þá ákvað Fan ásamt sjerpanum sem aðstoðað hafði hann alla leiðina,  að freista þess að bjarga konunni og með ótrúlegri dirfsku náðu þeir að koma henni tvö hundruð metra leið áleiðis niður fjallið. Þar var orka þeirra á þrotum en þá hittu þeir fyrir annan kínverskan fjallgöngugarp Xie, sem ákvað sömuleiðis að slaufa ferð sinni á toppinn og aðstoða við björgunina. Saman komu þeir konunni alla leið niður í fjórðu búðir fjallsins þaðan sem hægt var að ná í konuna með þyrlu og bjarga lífi hennar. F

an hefur sagt í viðtölum að þeir sem skipulögðu leiðangur hans hafi margsinnis spurt hann hvort að hann ætlaði virkilega að fórna tindi Everest til þess að aðstoða konuna. „Ég sagði þeim að markmið leiðangursins hefði færst frá því að komast á toppinn til þess að bjarga mannslífi,“ er haft eftir hetjunni. Sagði hann að það hefði verið draumur hans allt sitt líf að komast á topp Everest en að hann væri sáttur við ákvörðun sína.

Fan gerði svo gott betur en það og tók þátt í að greiða 10 þúsund dollara kostnað, um 1,4 milljónir króna, við þyrlubjörgunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu