fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Arnór Ingi bjargaði lífi bróður síns – Hlustaðu á tilfinningaþrungið símtal hans í Neyðarlínuna

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 21:30

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Ingi Davíðsson, 15 ára, var útnefndur sem skyndihjálparmanneskja ársins 2022 á 112 deginum sem haldinn var í Hörpu í gær. Arnór Ingi bjargaði lífi Bjarka Þórs, litla bróður síns, í febrúar á síðasta ári.

„Ég og bróðir minn erum bestu vinir.“

Bræðurnir voru að leika sér á sleða við hlíðar Hamarsins í Hveragerði, nokkuð sem þeir voru alvanir að gera, þegar snjóflóð féll þar niður og hreif Bjarka Þór með sér. Í myndbandi sem Slysavarnafélagið Landsbjörg birti í gær lýsir Arnór Ingi aðstæðum, en hann hafði farið á staðinn deginum áður með skólanum. Um nóttina hafði snjóað meira og þegar Arnór Ingi renndi sér niður brekkuna fann hann snjóflóðið koma á eftir sér og sá það falla á bróður hans og grafa hann í fönn.

„Það sést bara í andlitið á honum og ég reyni að grafa frá andlitinu á honum svo hann geti andað almennilega. Og hringi beint í 112.“

Hjördís Garðarsdóttir neyðarvörður og fræðslustýra 112 svaraði símtalinu. „Þetta er alltaf vont. Ég er búin að hlusta á þetta símtal nokkrum sinnum. Það fyrsta sem við sem neyðarverðir gerum er að átta okkur á aðstæðunum: Hvar ertu? Hver ertu? Hvað kom fyrir? En líka bara að fullvissa viðkomandi um að aðstoðin er á leiðinni og mér finnst hann hafa staðið sig ótrúlega vel. Af því eftir því sem maður hlustar á símtalið fer hann úr að vera ofboðslega hræddur í að vera ofboðslega uppbyggjandi fyrir bróður sinn,“ segir Hjördís um Arnór Inga.

„Þetta er allt í góðu, já ég veit það, við lögum þetta allt,“ segir Arnór Ingi og hughreystir bróður sinn og segir honum að anda út og inn. Arnór Ingi náði að halda ró sinni, sem er mikilvægt að gera á sama tíma og þarf að bregðast hratt við og kalla eftir aðstoð. „Sjitt sko þetta er erfitt,“ Arnór Ingi klökkur þegar hann hlustar á símtalið til Neyðarlínunnar.

„Það var betra að vera með einhvern með mér í þessu, ég var ekki einn,“ segir Arnór Ingi um Hjördísi sem var með bræðurna á línunni þar til viðbragðsaðilar komu til þeirra.

Bjarki segir að tíminn hafi liðið eins og þrír klukkutímar undir snjónum. „Hann var ekki að panikka mikið, það var það besta,“ segir hann um bróður sinn. Bjarki Þór var tæpa klukkustund undir snjónum og var fluttur á slysadeild, kaldur en laus við alvarleg meiðsli.

„Númer eitt, tvö og þrjú, það kemur aðstoð. Haldið ró ykkar,“ sagði Hjördís og hughreysti þá bræður. Hjördís segir að þetta hafi verið í eina skiptið á 15 ára ferli hennar sem neyðarvörður sem hún upp símann í lok vinnudags og hringdi í aðstandanda. Hringdi hún í pabba bræðranna til að segja honum hvað Arnór Ingivar frábær.

„Arnór Ingi er skyndihjálparmanneskja ársins 2022 fyrir það afrek sem hann vann við bjarga lífi bróður sins. Og það er svo mikilvægt að koma þeim skilaboðum út í samfélagið að hver sem er getur veitt skyndihjálp, segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir sérfræðingur í skyndihjálp.“

Gísli Páll Pálsson félagi í Hjálparsveit skáta í Hveragerði kom á slysstað og þá voru félagar hans byrjaðir að moka Bjarka úr flóðinu. „Það var sennilega yfir meter af snjó yfir honum. Ég mun muna þennan dag það sem eftir er og er ofsalega stoltur af því og ánægður með sjálfan mig og þá sem komu að þessari björgun, alla í björgunarsveitinni, sjúkraflutningamenn, neyðarlínuna, að hafa bjargað lífi þessa unga drengs og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni,“ segir Gísli Páll.

„Þeir stóðu sig báðir algjörlega eins og hetjur. Það að Arnór Ingi hafi verið valinn skyndihjálparmanneskja ársins finnst mér afskaplega vel til fundið. Hann hélt ró sinni, hringdi í 112, óskaði eftir aðstoð og bjargaði þar með lífi bróður síns.“

Kannt þú skyndihjálp? Með þvi að kunna nokkur einföld undirstöðuatriði í skyndihjálp getur þú bjargað mannslífi. Langlíklegast er að það verði einhver nákominn þér sem þú bjargar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“