fbpx
Miðvikudagur 28.september 2022
Fréttir

Segja Rússa sækja fram af „tilgangsleysi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. september 2022 06:58

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flest bendir til að Rússar standi nú í tilgangslausum sóknaraðgerðum í stríðinu í Úkraínu. Þeir eru sagðir reyna að sækja fram í austurhluta landsins í stað þess að einbeita sér að því að verjast gagnsóknum Úkraínumanna.

Þetta er niðurstaða greiningar bandarísku hugveitunnar Institute for Study of War (ISW) sem setur spurningarmerki við hernaðartaktík Rússa í Úkraínu.

Í greiningu ISW segir að rússneskar hersveitir í Úkraínu haldi áfram að ráðast á Úkraínumenn í austurhluta landsins í stað þess að einbeita sér að eigin vörnum gegn gagnsóknum Úkraínumanna.

Rússar hafa einbeitt sé að bæjunum Donetsk og Bakhmut en þar hafa þeir gert árásir hvað eftir annað án þess að hafa unnið stóra sigra. Þessar árásir koma í kjölfar gagnsóknar Úkraínumanna i Kharkiv nýlega þar sem þeir hröktu rússneskar hersveitir frá stórum hluta héraðsins sem og smá hluta Luhansk.

En þrátt fyrir þessa þróun mála hafa Rússar ekki sent liðsauka til Kharkiv eða Luhansk enn sem komið er. Af þeim sökum er stór hluti af norðausturhluta landsins, sem er hernuminn af Rússum, viðkvæmur fyrir áframhaldandi gagnsókn Úkraínumanna segir í greiningu ISW.

En þrátt fyrir að ISW segi árásir Rússa við Bakhmut og Donetsk „tilgangslausar“ þá kemur hugveitan með skýringu á af hverju Rússar gera árásir þar. Hún er að bæirnir hafi „tilfinningalegt gildi“ fyrir þá Úkraínumenn, sem búa á svæðinu, sem eru hallir undir Rússa.

Verið sé að reyna að hvetja þennan hóp til dáða með árásunum. Segir ISW að Rússar sé mjög háðir því að fá hermenn frá Donetsk og Luhans héruðunum og það þurfi að tryggja að þeir sjái tilgang með því að berjast með Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sólborg hjólar í gagnrýnendurna – „Þær hafa safnað tæpum 18 milljónum til góðgerðamála seinustu ár. En þið?“

Sólborg hjólar í gagnrýnendurna – „Þær hafa safnað tæpum 18 milljónum til góðgerðamála seinustu ár. En þið?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Blinken segir að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef Rússar beita kjarnorkuvopnum

Blinken segir að Bandaríkin séu tilbúin með áætlun ef Rússar beita kjarnorkuvopnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir staðreyndum snúið á hvolf – „Sorglegt mál“

Tómas vísar ásökunum Önnu Dóru á bug og segir staðreyndum snúið á hvolf – „Sorglegt mál“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ákærður fyrir 11 brot eftir hryllingssambúð – Herti öryggisbelti um háls hennar og hafði þvaglát yfir hana

Ákærður fyrir 11 brot eftir hryllingssambúð – Herti öryggisbelti um háls hennar og hafði þvaglát yfir hana
Fréttir
Í gær

Segir Lækna-Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga þrátt fyrir ásakanirnar – „Hann væri „vinur okkar“ og að „við skulduðum honum““

Segir Lækna-Tómas hafa barist fyrir endurkomu Helga þrátt fyrir ásakanirnar – „Hann væri „vinur okkar“ og að „við skulduðum honum““
Fréttir
Í gær

Lukashenko fordæmir Rússa sem flýja herkvaðningu

Lukashenko fordæmir Rússa sem flýja herkvaðningu
Fréttir
Í gær

Slátrarinn frá Maríupól fær stöðuhækkun – Verður aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands

Slátrarinn frá Maríupól fær stöðuhækkun – Verður aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands
Fréttir
Í gær

Herkvaðningin á að snúa gangi stríðsins í Úkraínu – Sérfræðingur segir að hermennirnir geti endað sem fallbyssufóður

Herkvaðningin á að snúa gangi stríðsins í Úkraínu – Sérfræðingur segir að hermennirnir geti endað sem fallbyssufóður