fbpx
Laugardagur 01.október 2022
Fréttir

Æðsti yfirmaður úkraínska hersins boðar stórorustu um Krím

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 08:00

Úkraínskur hermaður við víglínuna. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Úkraínumenn hafi komið Rússum, og jafnvel umheiminum, á óvart síðustu daga með óvæntri sókn sinni í Kharkiv. Þeir hafa náð öllu héraðinu á sitt vald og hrakið Rússa á flótta. Svo virðist sem sóknin hafi komið Rússum algjörlega í opna skjöldu og virðast þeir hafa átt fótum fjör að launa, þeir hafa víða skilið ýmis hergögn og skotfæri eftir í flýtinum við að komast á brott.

En því fer víðs fjarri að stríðinu sé lokið en árangur síðustu daga hlýtur að hafa kveikt enn frekari neista í hjörtum Úkraínumanna og verður þeim væntanlega hvatning í þeim átökum sem eru fram undan.

Valerii Zaluzhnjyi, sem er æðsti yfirmaður úkraínska hersins, tjáði sig nýlega um hvernig hann sér fyrir sér að stríðið muni þróast þegar horft er til lengri tíma. Þetta gerði hann í grein sem úkraínska fréttastofan Ukrinform birti. Meðhöfundur greinarinnar er þingmaðurinn Mykhailo Zabrodskyi sem var áður hermaður.

Í greininni kemur skýrt fram að þrátt fyrir að Úkraínumenn eigi góðu gengi að fagna þessa dagana þá gerir Valerii sér enga von um að stríðinu sé að fara að ljúka. „Þetta verður langvarandi stríð, sem mun valda miklu mannfalli og ótrúlegum kostnaði, sem ekki er að sjá að sé að fara að ljúka,“ skrifa þeir.

Þeir segja að engin ástæða sé til að telja að stríðinu ljúki á þessu ári. Þeir benda á að Rússar séu með hernaðarlegt frumkvæði og að víglínan sé um 2.000 kílómetrar að lengd.

Þeir segja að það geti vel hugsast að það verði yfirráð yfir Krímskaga, sem Rússar hertóku og innlimuðu í rússneska ríkjasambandið 2014, sem muni ráða niðurstöðu stríðsins: „Að því gefnu að yfirráð yfir Krím eru mjög mikilvæg, þá er rökrétt að ætla að verið sé að undirbúa áætlun eða margar áætlanir um endurheimt skagans árið 2023.“

Þeir benda einnig á að enn sé sú hætta fyrir hendi að Rússar grípi til þess örþrifaráðs að beita gjöreyðingarvopnum, kjarnorkuvopnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara

23 létust í árás Rússa á bílalest óbreyttra borgara
Fréttir
Í gær

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni

Kona fundin sek um innflutning á töluverðu magni af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins

Myndir: Skotvopnin sem lögreglan haldlagði við rannsókn hryðjuverkamálsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“

Upplýsingafundur lögreglu vegna hryðjuverkamálsins – „Kannski er að opnast einhver nýr veruleiki“