fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022
Fréttir

Meintur íslenskur barnaníðingur ákærður fyrir 17 brot – Sagður hafa látið börn nota kynlífshjálpartæki og nauðgað stúlku á gistiheimili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 15:00

Héraðsdómur Reykjaness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu dögum verður kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness yfir rúmlega fimmtugum manni sem ákærður er fyrir samtals 17 brot gegn börnum. Brotin eru gífurlega alvarleg og snúast um nauðganir og aðra grófa kynferðislega misnotkun. Brotin eru framin á tímabilinu 2018 til 2021 en meirihluti brotanna var framinn á síðasta ári.

DV hefur ákæruna í málinu undir höndum en aðalmeðferð var 28. apríl og var lokað þinghald. Í samtali við DV vildi lögmaður mannsins ekki gefa upplýsingar um hvort sakborningurinn hefði játað sök eða ekki. Tilraunir til að ná í sakborninginn sjálfan hafa ekki borið árangur.

Samkvæmt ákæru hefur maðurinn haft samband við börn í gegnum samskiptaforritið Snapchat þar sem hann hefur klæmst við þau, sent þeim klámmyndir og fengið þau til að senda sér myndir. Hann hefur brotið kynferðislega gegn barni í bíl og á gistiheimili. Hann hefur fengið börn til að nota kynlífshjálpartæki við kynlífsathafnir, taka upp myndbönd af þeim og láta senda honum.

Sjá einnig: Miðaldra fjölskyldufaðir frá Vopnafirði hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár, grunaður um stórfelld kynferðisbrot gegn börnum

Meintir þolendur mannsins eru samtals fimm stúlkur undir lögaldri en hann er sakaður um að hafa nauðgað fjórum þeirra og beitt þær allar, sem og fimmtu stúlkuna, margítrekuðu kynferðislegu áreiti.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa undir höndum myndefni af stúlkunum við kynferðislegar athafnir. Einnig er hann sagður hafa sent kynferðisleg myndskeið af einni stúlku til annarra stúlkna án samþykkis hennar, samkvæmt ákæru.

Hann er sagður hafa afhent einni stúlkunni kynlífshjálpartæki og undirföt og fengið hana til að nota tækið og senda sér myndefni af þeirri athöfn.

Gerðar eru einkaréttarkröfur á manninn fyrir hönd stúlknanna fimm þar sem krafist er skaðabóta frá 2,5 og upp í 5 milljónir fyrir hvert barn.

Dómur verður kveðinn upp í málinu þann 19. maí næstkomandi.

Sjá einnig: Brynjar var handtekinn á vinnustað sínum og lagt hald á vinnubílinn

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið

Segir mestar líkur á gosi nærri þeim stöðum þar sem mesta skjálftavirknin hefur verið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda

Biskup Íslands fordæmir brottvísanir hælisleitenda
Fréttir
Í gær

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum

Líklegt að apabólan berist til Íslands – Þórólfur varar við skyndikynnum
Fréttir
Í gær

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira

Pólverjar og Úkraínumenn semja um sameiginlega landamæragæslu og fleira
Fréttir
Í gær

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu

Segir að Pútín sé kominn í blindgötu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu

Þórður með upplýsingar úr rannsókninni sem hann átti ekki að hafa – Páll segir fjórmenningana fá óeðlilega fyrirgreiðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“

Undirskriftarsöfnun til stuðnings tveimur ungum konum sem á að vísa úr landi – „Kona getur ekki sótt um skilnað frá eiginmanni sínum“