fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Spilavítisdraumar tvíburanna náðu aldrei flugi – Ábyrg spilamennska ehf. er ekki lengur til

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. október 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru skiptalok í gjaldþrota búi félagsins Ábyrg spilamennska ehf. Gjaldþrotið er lítið, lýstar kröfur voru rétt rúmlega sex milljónir króna en engar eignir fundust í búinu, sem tekið var til gjaldþrotaskipta 9. júní síðastliðinn. Tilkynning um þetta birtist í Lögbirtingablaðinu í dag.

Félagið var stofnað utan um hugmyndir Icelandair Group og tvíburabræðranna og knattspyrnugarpanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, um opnun á löglegum spilasal – Casino – að danskri fyrirmynd. Meðal annars var fjallað um málið í grein í Morgunblaðinu í mars árið 2011 og þar segir meðal annars:

„Ábyrg spilamennska ehf., félag sem bræðurnir hafa stofnað með Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hefur safnað saman upplýsingum um rekstur casinos og sett saman í kynningarbók, sem byrjað er að kynna þeim sem málið varðar. Ósk félagsins er að Alþingi skipi nefnd allra sem hlut eiga að máli til að fara rækilega ofan í málið með það að markmiði að leggja spilin á borðið og fræða almenning um hvað sé hér á ferðinni frekar en að líta framhjá ólöglegri starfsemi.“

Bræðurnir bentu á að það eina sem vantaði í fjárhættuspilaflóruna á landinu væri löglegt „casino“ þar sem fyrir væru ólöglegur spilaklúbbar og löglegir spilasalir með spilavélum, auk lottós, getrauna og hvers kyns happdrætta.

Spilavíti af þessu tagi hefur enn ekki orðið að veruleika hérlendis og starfsemi Ábyrgrar spilamennsku varð aldrei burðug. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2016 og séu ársreikningar síðustu ára þar á undan skoðaðir kemur í ljós að enginn rekstur var í félaginu. Einu skuldir félagsins var rúmlega 5,5 milljón króna skuld við hluthafa félagsins.

Í ársreikningnum frá 2016 kemur í ljós að félagið var að hálfu leyti í eigu félagsins Gunnlaugsson ehf. og Flugleiðahótel ehf. átti hinn helminginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“