fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Þingframboð Guðlaugs runnið út í sandinn vegna fjársvikaákæru – „Það er enginn saknæmur gjörningur af minni hálfu“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 21. júlí 2021 10:53

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Hermannsson, einn áttmenninganna sem ákærðir eru fyrir fjársvik og tilraun til fjársvika úr Ábyrgðarsjóði launa hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segist saklaus af ákærunni.

Þrátt fyrir sakleysið ætlar Guðlaugur þó að hætta við þingframboð í haust, en í júní tilkynnti Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn að Guðlaugur myndi leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er flokkur Guðmundar Franklín Jónssonar, sem hlaut rúm 7% í forsetakosningunum síðasta sumar.

Sjá nánar: Feðgarnir Eggert og Jóhannes sagðir höfuðpaurar í milljónasvikamyllu – Veiðifélagar og fjölskyldumeðlimir meðal ákærðu

Í yfirlýsingu Guðlaugs, sem Guðmundur Franklín birtir á Facebook síðu sinni, segist Guðlaugur alsaklaus og að ákæran sé tilkomin vegna svika Eggerts Skúla Jóhannessonar, annars í hópi áttmenninganna í málinu. Reyndar segir hann líka að hún sé tilkomin vegna mistaka forstöðumanns sjóðsins þar sem hann blandar saman tveimur óskyldum kröfum um greiðslur úr sjóðnum. Samkvæmt Guðlaugi mun hann hafa útbúið eina kröfuna, sem sjóðurinn hafnaði. Hin krafan hafi verið búin til af Eggerti án vitundar Guðlaugs.

Sjá nánar: Guðlaugur er ákærður með feðgunum Eggerti og Jóhannesi í milljóna svikamáli – Sagður reka áróðursrit fyrir „Miðflokksþvælu“ og samsæriskenningar

Guðlaugur segir Björgvin Steingrímsson, starfsmann Ábyrgðarsjóðs launa ekki hafa unnið heimavinnuna, og að hann hafi kært handvömm Björgvins, sem hann segir fólgna í því að hafa ekki veitt sér andmælarétt áður en Björgvin lagði inn kæru vegna hinna meintu svika.

Þá segir Guðlaugur málið pólitískt. „Varðandi þessi blaðaskrif og fréttaflutning í Ríkisútvarpinu þá er þetta pólitískt mál sem andstæðingar eru að nota sér til að koma höggi á mig í framboðinu,“ segir hann í yfirlýsingunni. „Formaður stjórnar Ábyrgðarsjóðs launa Fr. Þórey Anna Matthíasdóttir var í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn í Kraganum og er því vanhæf í þessu máli og gæti hafa lent í baráttu við atkvæðaöflun fyrir kosningar í haust ef hún hefði náð inn á lista Framsóknar,“ segir hann jafnframt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“
Fréttir
Í gær

Starfsfólk þingflokka áreitt með dularfullum símtölum um miðjar nætur – „Skynjum að einhver sé búinn að targeta heimilið“

Starfsfólk þingflokka áreitt með dularfullum símtölum um miðjar nætur – „Skynjum að einhver sé búinn að targeta heimilið“
Fréttir
Í gær

Framsókn berst liðsstyrkur úr óvæntri átt korter í kosningar – „Svona gera alvöru stjórnmálamenn!“

Framsókn berst liðsstyrkur úr óvæntri átt korter í kosningar – „Svona gera alvöru stjórnmálamenn!“
Fréttir
Í gær

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“

Stjörnunuddarinn í útrás til Svíþjóðar þrátt fyrir fimm ára fangelsisdóm í janúar – „Ég dreg það besta, og versta úr fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“

„Hvaða rugl er þetta?“: Felix hjólar í Blóðbankann – „Lyktar illilega af hómófóbíu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokayfirlýsing DV: Faðir sem opinberar barnið sitt

Lokayfirlýsing DV: Faðir sem opinberar barnið sitt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“

Snæþór opnar sig: „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta í dag þó ég hafi verið sár út í sjálfan mig svona fyrst á eftir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker

Leitað að manni sem villtist á Esjunni – Ekið á gangandi vegfaranda – Sigldu á sker