fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
Fréttir

Kröfuflóð úr Kríuhólum – Stefnir heilu húsfélagi eftir afdrifaríkt slys við holræsisop

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 10:56

Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem varð fyrir slysi á bílaplani fyrir utan blokk í Kríuhólum árið 2016 þarf að stefna yfir 30 manns í skaðabótamáli. Stefnan hefur verið birt í Lögbirtingablaðinu.

Málavextir eru þeir að í janúar árið 2016 var konan að koma úr verslunarferð ásamt nágrannakonu sinni og dóttur hennar. Nágrannakonan hleypti konunni og dóttur sinni út úr bílnum til að leggja honum í bílastæði fyrir fatlaða. Er þær tvær stigu eitt skref aftur á bak til þess að færa sig frá bílnum féllu báðar um opna holu við holræsi fyrir aftan bílastæðið.

Konan sem stefnir í málinu er á sjötugsaldri. Afleiðingar slyssins hafa fylgt henni. Í stefnu sem hefur verið gefin út vegna málsins er farið yfir þær:

„Stefnandi slasaðist við fallið en hún lenti á hægri hlið líkamans og leitaði hún upp á slysa- og bráðadeild Landspítalans, daginn eftir slys, sökum verkja á utanverðri mjöðm sem leiddu inn í nára og niður í fót. Stefnandi leitaði aftur upp á slysadeild um hálfum mánuði síðar vegna verkjanna en í millitíðinni leitaði hún til gigtarlæknis sem reyndi að sprauta í svæðið sem engan árangur bar.

Í læknisvottorði Jóns Gunnars Hannessonar, dags. 7. apríl 2019, er því lýst hversu umfangsmiklar afleiðingar slysið hefur haft á stefnanda. Í vottorðinu kemur fram að stefnandi sé óörugg við gang og hafi skerta göngugetu. Auk þess kemur fram að hún hefði þurft stuðning göngugrindar meira og minn frá slysinu í ársbyrjun 2016 en væri á þeim tíma sem vottorðið var skrifað bundin við hjólastól. Mjaðmaskaðinn hafi leitt til þess að stefnandi sé byltugjarnari eftir slysið og hafi hún hlotið slæma áverka vegna þess.“

Í stefnunni segir enn fremur: „Stefnandi vísar fyrst og fremst til þeirrar meginreglu skaðabótaréttarins að tjónþoli eigi rétt á að fá fullar bætur fyrir tjón sem valdið er með bótaskyldri háttsemi en stefnandi býr nú við varanlegar afleiðingar vegna slyssins sem rekja má til bótaskyldrar háttsemi stefndu.“

Hóflegar kröfur skiptast á tugi manna

Skaðabótakröfur konunnar nema samkvæmt stefnunni og upplýsingum frá lögfræðingi hennar rúmlega 1,3 milljónum króna eða 1.363.621. Sameiginlegt húsfélag þeirra þriggja stigaganga/húsnúmera sem hér koma við sögu er ábyrgt fyrir því að ekki var gengið tryggilega frá holræsisopinu. Því dreifist upphæðin á fjölmarga aðila. Samkvæmt upplýsingum frá lögfræðingi konunnar hafa stefnur verið sendar á yfir 30 íbúa. Ástæðan fyrir því að ein stefnan rataði í auglýsingu í Lögbirtingablaðið er sú að ekki hefur tekist að birta einum íbúa hana því hann er búsettur í Þýskalandi.

Lögfræðingur konunnar telur kröfur hennar hógværar og að þetta sé smápeningur fyrir hvern og einn íbúa. Konan glími enn við langvarandi afleiðingar slyssins. En kröfum konunnar var hafnað á húsfélagsfundi og því þarf hún að sækja rétt sinn með þessum umfangsmikla hætti.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 29. júní næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita

Búast við hinu versta varðandi fjölda kórónuveirusmita
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingur er ánægður með styttingu vinnuvikunnar – Opinberir starfsmenn ánægðastir

Rúmlega helmingur er ánægður með styttingu vinnuvikunnar – Opinberir starfsmenn ánægðastir
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Að minnsta kosti 145 smit í gær

Að minnsta kosti 145 smit í gær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sveitarstjóri Súðavíkur féll í á og slasaðist

Sveitarstjóri Súðavíkur féll í á og slasaðist