fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 16:56

Gunnar Jóhann (t.v.) og Gísli Þór við veiðar á góðri stund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðið á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi vakti mikla athygli hér á landi í apríl og maí árið 2019. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, var grunaður um morðið en hann var í fyrra dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir verknaðinn.

Dómurinn var síðar mildaður í 5 ár fyrr á þessu ári en Gunnar hefur haldið því fram að ekki hafi verið um morð af ásetningi að ræða. Gunnar segist hafa mætt með byssuna til Gísla til að hræða hann en slysaskot úr byssunni hafi hæft hann í lærið.

Norski fjölmiðillinn Nordlys greinir nú frá því að Gunnari hafi verið sleppt úr haldi. Ástæðan fyrir því er sú að málinu var áfrýjað til hæstaréttar og verjandi Gunnars, Bjørn Andre Gulstad, fór fram á að honum yrði sleppt úr haldi fram að úrskurði hæstarættar. Lögreglan í Noregi var því andvíg og vildi hafa Gunnar í haldi fram að úrskurðinum.

„Honum er sleppt í dag,“ sagði  Anja Mikkelsen Indbjør, lögmaður lögreglunnar, á blaðamannafundi vegna málsins í dag.

Bjørn Andre ræddi við iFinnmark um málið. „Hann hefur núna setið inni í 2 ár. Ég held að það sé mikilvægara fyrir hann að honum sé sleppt núna svo hann geti tekið til í lífinu sínu frekar en að honum sé haldið í fangelsi,“ sagði Bjørn Andre.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Í gær

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“