fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Kári tætir í sig prófessor við Harvard – „Upphafin meðalmennska“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 4. september 2020 09:28

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir það stórhættulegt að taka upp heimkomusmitgát við landamærin, líkt og Jón Ívar Einarsson, kvensjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Harvard háskóla, stakk upp á í greinum sem birtust í Morgunblaðinu í liðinni viku.

Jón Ívar skrifaði í greinum sínum að aðgerðir á landamærum Íslands væru ekki í takt við þá stöðu sem er uppi á landinu vegna COVID-19 faraldursins og ekki í samræmi við meðalhóf. Jón Ívar skoraði enn fremur á stjórnvöld að endurmeta ákvarðanir um hvernig tekið er á smitvörnum á landamærunum og heldur taka upp heimkomusmitgát í stað sóttkvíar og halda aðgerðum áfram innanlands.

Kári er Jón Ívari hjartanlega ósammála. Titill svars Kára sem birtist í Morgunblaðinu í dag er „Opið bréf til Garðars Hólm“  en Garðar Hólm er persóna úr skáldsögu Halldórs Laxness Brekkukotsannál. Garðar var í sögunni stórsöngvari og fulltrúi Íslendinga á erlendri grund, við það að slá í gegn en er síðar afhjúpaður sem loddari.

Kári virðist telja Jón Ívar að sama bragði loddara. Fólk taki mark á honum því hann kenni við virtan háskóla – Harvard í Boston borg.

„En Jón Ívar, ég hef komið til Boston, skoðað svæðið og talað við fólkið. Mín ályktun er sú að Boston sé bara sjávarborg í hnignandi stórveldi þar sem menntastofnanir eins og sú sem þú vinnur við markast af upphafinni meðalmennsku“ 

Bendir Kári á að í greinum Jóns vitni hann meðal annars til greinar eftir Íslenska erfðagreiningu og að Jón hafi birt tvær greinar með stuttu millibili sem séu efnislega nánast eins.

„Þessi tvíbirting sömu hugsunar bendir til þess að þú hafir fallið fyrir þeirri fásinnu sem ríkir í Nýja-Englandi, að Boston sé nafli alheimsins, og þess vegna sé allt sem þaðan kemur merkilegt og skuli birta oft, jafnvel rökleysuna við lok greinar þinnar.“

Kári telur að aðgerðirnar á landamærum Íslands séu mikilvægar og nauðsynlegt að halda þeim áfram svo hægt sé að slaka á sóttvarnarkröfum innanlands.

„Ef við myndum hins vegar slaka á kröfum við landamæri er ljóst að smitum myndi fjölga, gögnin sýna það, og við yrðum að herða tökin innanlands þannig að skólar gætu ekki starfað eðlilega, menningarlíf legðist að mestu af og atvinnuvegir aðrir en ferðaþjónusta myndu gjalda. Vegna þess að lítið er um smit á Íslandi viljum við koma í veg fyrir að þau berist inn frá öðrum löndum. Ef mikið væri um smit í landinu væri engin ástæða til þess að verja landamærin með skimunum og sóttkví“ 

Kára þykir hugmyndin um heimasmitgát alveg galin og hreinlega stórhættuleg þar sem engin leið væri að tryggja að fólk færi eftir henni.

„Jón Ívar, þannig er mál með vexti að þótt þú hefðir rétt fyrir þér og Boston væri nafli alheimsins veitir það þér ekki réttinn til þess að halda því fram að ö sé á undan a í stafrófinu. Það er nefnilega fyrir löngu búið að sýna fram á að þótt maður hafi heimsótt mikil óperuhús veitir það enga viss fyrir því að hann kunni að syngja“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“