fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fréttir

Lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar veit ekki hvar fólkið er niðurkomið – „Ég vona að þau séu örugg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. september 2020 10:39

Ibrahim Kehdr. Mynd: Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki heyrt í þeim og það er slökkt á símunum þeirra. Ég heyrði ekki í þeim í gær og hef ekki heyrt í þeim í dag,“ segir Magnús Davíð Norðdal, lögmaður egypsku fjölskyldunnar, sem flytja átti nauðungarflutningi frá landinu í morgun til Egyptalands, með viðkomu í Amsterdam. Ekki tókst að flytja fólkið úr landi í morgun þar sem þau fundust ekki.

Sjá einnig: Egypska fjölskyldan finnst ekki

„Þetta breytir engu um lögformlegar leiðir í málinu. Þær voru tæmdar í gær. En málið í heild sinni fer fyrir dómstóla og það verður látið reyna á það þar. Krafist verður ógildingar á þeim úrskurðum kærunefndar útlendingarmála sem þegar hafa verið kveðnir upp og þeirra sem hún á eftir að kveða upp. Kærunefnd á þegar eftir að svara tveimur endurupptökubeiðnum sem eru á borði nefndarinnar. Það er bara sjálfstætt, sú staða að það náist ekki í þau núna og þessi væntanlegi málarekstur eru ótengd mál.“

Magnús hefur enga hugmynd um hvar fjölskyldan er niðurkomin og hvaða aðilar kunna að hafa skotið yfir þau skjólshúsi. „Ég vona bara að þau séu örugg. Sama hvar fjölskyldan er niðurkomin þá vona ég það,“ segir Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jói Fel í gjaldþrot
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fréttir
Í gær

Vildi ekki sjá blóðugar myndir af vettvangi brots síns

Vildi ekki sjá blóðugar myndir af vettvangi brots síns
Fréttir
Í gær

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur

Kristinn segir að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Jóhann – Sorgleg vinslit og óumflýjanlegur árekstur
Fréttir
Í gær

Þórólfur gagnrýndur fyrir að tala um „Frakkaveiru“

Þórólfur gagnrýndur fyrir að tala um „Frakkaveiru“
Fréttir
Í gær

Átökin í Siðmennt: Segir Ingu hafa rekið Jóhann vegna persónulegrar óvildar

Átökin í Siðmennt: Segir Ingu hafa rekið Jóhann vegna persónulegrar óvildar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UPPFÆRT: Mennirnir sem leitað var af eru fundnir

UPPFÆRT: Mennirnir sem leitað var af eru fundnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyðilagði þrjá vörubíla og traktor fyrir tugi milljóna við Elliðaárdalinn – Sagðist vera starfsmaður hjá öðru iðnaðarfyrirtæki

Eyðilagði þrjá vörubíla og traktor fyrir tugi milljóna við Elliðaárdalinn – Sagðist vera starfsmaður hjá öðru iðnaðarfyrirtæki
Fréttir
Fyrir 2 dögum
38 ný smit í gær