fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Búast við auknu álagi í Kvennaathvarfinu í haust

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, býst við að ásókn í þjónustu athvarfsins muni aukast í vetur. Ástæðan er að konur tilkynna oft ekki strax um ofbeldi og því geti heimilisofbeldismál, sem hafa komið upp í kórónuveirufaraldrinum, enn átt eftir að koma upp á yfirborðið.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að einnig geti fjárhagsþrengingar vegna faraldursins farið að segja til sín í haust þegar uppsagnarfrestur, þeirra sem sagt hefur verið upp, tekur enda.

„Kórónuveirufaraldurinn er nokkuð sem við reiknuðum með að myndi ganga yfir, en síðan tekur lífið við og þá getur komið á daginn að ofbeldið á heimilinu er ekki tímabil.“

Hefur Morgunblaðið eftir Sigþrúði.

Á fyrri helmingi ársins dvöldu fleiri í Kvennaathvarfinu og viðtöl voru fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Frá janúar til júlí á þessu ári dvöldu 80 konur þar en voru 74 í fyrra. 180 konur komu í viðtöl en voru 145 í fyrra. Haft er eftir Sigþrúði að aðsóknin hafi aukist í maí en verið sama í júní og í júní á síðasta ári.

„Það er erfitt að segja að þessi aukning sé vegna kórónuveirufaraldursins. Við búumst frekar við auknu álagi í haust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt