fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fimm ára deila skyndibitakónga aftur fyrir Landsrétt – Simmi vonsvikinn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 9. júní 2020 09:36

Skúli í Subway og Simmi Vill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður, og Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við Subway, hafa eldað grátt silfur um árabil. Deila þeirra snýst um sölu lóða á Hvolsvelli. Í morgun var málinu vísað aftur til Landsréttar eftir að Sigmar hafði áður unnið málið í héraðsdómi og að hluta fyrir Landsrétt.

Aðspurður um niðurstöðu morgunsins segist Sigmar vera vonsvikinn. „Þetta dregur málið enn meira. Nú þegar eru komin fimm ár og kostnaðurinn hleðst upp. En það er alveg ljóst hvernig þetta mál liggur og því fátt annað að gera en að bíða. Halda áfram að horfa á það skemmtilega sem er í gangi og einbeita sér að því,“ segir Sigmar brattur.

„Hæstiréttur er að senda þetta til baka þar sem Landsréttur dæmdi bara rangt. Það þýðir að Héraðsdómurinn stendur þar til Landsréttur klárar málið. Héraðsdómur var fullnaðarsigur. Landsréttur staðfesti þann dóm að hluta og það að hafa staðfest það bara að hluta er það sem verið er að ógilda i Hæstarétt.“

Deilur Sigmars og Skúla hafa vakið mikla athygli undanfarin ár en segja má að hér takist á  skyndibitakonungar landsins. Skúli er eigandi Subway en Sigmar er einn eiganda HlöllabátaBarion og Mínívalla, mínígolfparadís sem opnar í júní. Simmi eins og hann er kallaður átti áður hlut í Shake & Pizza og Hamborgarafabrikkunni og var lengi vel rödd Dominos á Íslandi.  Lengst af voru Simmi og Skúli góðir vinir og viðskiptafélagar og gegndi Simmi jafnvel hlutverki markaðsstjóra Subway tímabundið en hann var rekinn þegar allt fór í háa loft.

Forsagan

Forsagan er sú að Sigmar og Skúli stofnuðu saman fyrirtækið Sjarmur og Garmur í kringum sýninguna Lava Center. Starfsemin snerist um byggingu á húsnæðinu og smíðina á sýningunni. Landsbyggðarsjóður tók þátt í verkefninu en eingöngu hvað sýninguna varðaði. Því skiptu þeir Sigmar og Skúli hugmyndinni upp í sýningarhluta og fasteignahluta. Skúli ákvað í krafti meirihlutaeignar að selja Pálmari Harðarsyni lóðarréttindi á Hvolsvelli á nokkuð góðum kjörum. Sigmar kærði þá ákvörðun félagsins að samþykkja tilboð Pálma á þessu verði. Í Héraðsdómi var sú ákvörðun úrskurðuð ótilhlýðileg þar sem verðmæti eignarinnar væri meira en söluverðið.

Hlutasigur 

Málinu var þó ekki lokið þar og nú síðast féll dómur í Landsrétti í október á síðasta ári þar sem Sigmar hafði hlutasigur yfir Skúla og fékk viðurkennt að ákvörðun um sölu lóðanna hefði falið í sér að ein þeirra  hefði verið  seld á verulegu undirverðmæti, en ekki hin. Þegar dómur Landsréttar hafði verið kunngerður þótti Sigmari ljóst að sökum þess að hann hefði aðeins unnið sigur að hluta yfir Skúla, þá væru líkur á því að Skúli áfrýjaði málinu áfram til Hæstaréttar.

Gífurlegur kostnaður

Sigmar hefur ítrekað tjáð sig um málið. Í aðdraganda aðalmeðferðar málsins fyrir héraði árið 2018 skrifaði hann á Facebook:

Þessi 3 ár sem deilur okkar hafa staðið yfir, þá hefur meðeigandi minn lagt á sig mikla vinnu og fjármuni við að draga úr mér kjarkinn, tennurnar og fjármuni.

Ég mun líklega aldrei fá til baka þá fjármuni sem ég hef lagt í þetta mál, enda er þetta ekki rekið áfram af mér vegna peninga. Þetta mál er spurning um „prinsipp“ og mannorð.

Þetta mál er spurning um það hvort maður ætli að láta vaða yfir sig og láta snúa sig niður í krafti peninga og hótanna um ærumeiðingar, eða standa í lappirnar og láta menn svara fyrir gjörðir sínar.

Marg oft hef ég leitað sátta hjá þessum meðeiganda mínum, en ávallt verið vísað frá.
Marg oft hef ég horft í spegil og spurt sjálfan mig að því, hvort þetta sé raunverulega þess virði.
Þetta hefur tekið mikið á alla í kringum mig, fjölskyldu og vini.
En svarið hefur alltaf á endanum verið JÁ.
Já, vegna þess að hvernig sem þetta mál mun fara fyrir dómstólum, þá er það opinbert hvað gerðist og hvernig. Því það er ekki alltaf lög yfir þau brot og þá siðlausu viðskiptahætti sem gögn málsins munu varpa ljósi á.
Já, vegna þess að ef ég hefði lagt niður vopnin, þá hefði meðeigandinn minn nuddað mér uppúr því og sagt vinum sínum: „Hvað sagði ég ykkur ekki?“
Já, af því að ég hefði séð eftir því alla ævi að fá ekki úr þessu skorið og að hafa látið undan þessum manni.
Já, af því að ég ætla ekki að kenna börnum mínum að það sé í lagi að láta svíkja sig, svívirða og niðurlægja án þess að maður standi á rétti sínum.
Það er tvennt sem ég trúi á í lífnu.
1) Hver er sinnar gæfu smiður.
2) Komdu fram við náungan eins og þú vilt að hann komi fram við þig.
Góðar stundir.“

Sjá einnig: 

Brestir í samstarfi Simma og Skúla 

Breiskur sigur Simma yfir Skúla í Landsrétti

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“