fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fréttir

Steinunn Ólína fagnar skaðabótadómi Atla Rafns og gagnrýnir Þórdísi Elvu harðlega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 1. nóvember 2019 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fagnar sérstaklega tveimur dómum sem féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málin eru þó ólík. Annars vegar vann Freyja Haraldsdóttir mál gegn Barnaverndarstofu en dómurinn úrskurðaði að stofunni hefði verið óheimilt að synja Freyja um að sækja námskeið fyrir fósturforeldra. Hins vegar vann leikarinn Atli Rafn Sigurðsson skaðabótamál gegn Leikfélagi Reykjavíkur vegna brottrekstrar hans frá Borgarleikhúsinu á grundvelli ásakana um kynferðislega áreitni, en hann fékk hvorki að vita efni ásakananna né nöfn þeirra sem ásökuðu hann.

Um mál Freyju skrifar Steinunn í grein í Fréttablaðinu:

„Í máls­með­ferð barna­verndar­stofu endur­speglast sá forn­eskju­legi hugsunar­háttur að fatlaðir ein­staklingar séu ekki jafn­rétt­háir ó­fötluðum. Þessir for­dómar eru byggðir á djúp­stæðu hatri á öllu sem er utan þess sem þykir venju­legt. Í fötlunar­h­atrinu sem beindist að Freyju þegar henni var meinað að sækja fóstur­for­eldra­nám­skeið er enga sam­úð að finna, enga sam­kennd með konu sem langar að eignast barn. Þarna er enginn skilningur á grund­vallar­mann­réttindum. Barna­verndar­stofa úti­lokar hana með einu penna­striki. Gleymum ekki að í okkar ver­öld eru engar kröfur gerðar til hæfis þegar barn­eignir eru annars vegar. Sið­blind ill­menni og al­gjör fífl eignast börn án þess að nokkur geri við það at­huga­semdir. Við þurfum að þreyta próf til að gegna ýmsum ein­földum störfum en engin próf eru nauð­syn­legir undan­farar barn­eigna. Ef al­menningur telur sig hæfan til að dæma fyrir­fram um hæfi Freyju til þess að verða móðir fóstur­barns erum við á villi­götum.

Freyja Haralds­dóttir er kona í ís­lensku sam­fé­lagi sem langar til að eignast barn og það eru mann­réttindi hennar að láta á það reyna. Fólkið sem vinnur hjá Barna­verndar­stofu eru hins­vegar ó­hæft til að virða aug­ljós mann­réttindi.“

Troðið á rétti karla til að bera hönd fyrir höfuð sér

Steinunn telur að framganga Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra gagnvart Atla Rafni beri vitni um afleitan skilning á mannréttindum. Með þeim gjörningi sé réttur kvenna til bera aðra sökum án þess að þurfa að standa fyrir máli sínu viðurkenndur. En réttur karla til að verja sig sé að engu gerður. Steinunn skrifar:

„Leik­fé­lag Reykja­víkur og Kristín Ey­steins­dóttir sam­þykkja einum rómi að konur skuli aldrei vé­fengja og þær skuli alltaf vernda að ó­at­huguðu máli. Kristín Ey­steins­dóttir og Leik­fé­lag Reykja­víkur virða að vettugi þau mann­réttindi Atla að fá upp­gefnar sakar­giftir og tæki­færi til að verja sig. Kristín Ey­steins­dóttir stígur á svið Borgar­leik­hússins bæði sem lög­regla og dómari verandi hvorugt og telur sig aug­ljós­lega í krafti mann­réttinda­sjónar­miðanna hinna nýju hafa um­boð til að rétta yfir Atla Rafni og dæma hann með brott­rekstri ó­hæfan til að starfa í leik­húsi vitandi full­vel að mann­orð hans muni hljóta hnekki af.“

Steinunn spyr hvort takmarkið með #metoo-hreyfingunni hafi verið að útrýma ofbeldi eða troða mannorð manna í svaðið. „Var það nægi­leg refsing fyrir meinta glæpi hans?“ segir hún.

Steinunni gagnrýnir síðan harkalega skrif Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur sem meðal annars bendir á að skaðabætur til handa þolendum kynferðisbrota hafi einatt verið lægri en þær skaðabætur sem Atla Rafni voru dæmdar. Hún sakar jafnframt Þórdísi um að hafa markaðssett kynferðisofbeldi sem hún varð sjálf fyrir með bókarskrifum og fyrirlestrum:

„Þór­dís Elva var áður sjálf­skipaður braut­ryðjandi á Ís­landi í af­hjúpun of­beldis­manna að amerískri fyrir­mynd og hvatti fórnar­lömb til þess að stíga fram og segja frá í hópi sviðs­lista­kvenna. Hún hafði gert slíkt sjálf og bætti um betur, því hún markaðs­setti of­beldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir með eftir­minni­legum hætti í bók, með fyrir­lestrum þar sem henni fylgdi meintur of­beldis­maður um allar álfur og gekkst við því að kalla sig nauðgara til að styðja rétt hennar til að segja frá og mæta of­beldis­manni sínum. Verkið vakti mikla at­hygli.

Það skal viður­kennt að ég hef hreina and­styggð á þeirri drottnunar­girni og hefndar­fýsn sem birtist í þessu niður­lægjandi og sjálfs­upp­hefjandi verki Þór­dísar Elvu.

Í máli Atla Rafns kveður við nýjan tón hjá Þór­dísi. Nú styður hún rétt fórnar­lamba til að þegja og leggur ofur­á­herslu á að peninga­greiðslum til of­beldis­þola sé á­bóta­vant. Upp­rætum við of­beldi með því að ríkið greiði hærri bætur til þol­enda? Nei. Mun kyn­ferðis­of­beldi af­leggjast með öllu eigi fólk á hættu að verða fyrir fjár­tjóni vegna brota sinna? Nei. Bætum við líðan of­beldis­fórnar­lamba með peningum? Nei. Greiðslur, sama hversu háar, til fórnar­lamba of­beldis eru að­eins viður­kenning á því að á við­komandi hafi verið brotið en bætir engan skaða. Engan. Svo villu­ljós Þór­dísar Elvu er engum til gagns og allra síst þol­endum of­beldis.“+

 

Sjá grein Steinunnar Ólínu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi
Fréttir
Í gær

Tölvuþjófurinn úr þinghúsinu laus úr haldi með ökklaband – Kennir Trump um athæfi sitt

Tölvuþjófurinn úr þinghúsinu laus úr haldi með ökklaband – Kennir Trump um athæfi sitt
Fréttir
Í gær

Tjónið í Háskóla Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna

Tjónið í Háskóla Íslands gæti hlaupið á hundruðum milljóna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannanafnanefnd aftur farin á stjá – Sótt um Aquamann og Viðey

Mannanafnanefnd aftur farin á stjá – Sótt um Aquamann og Viðey
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alvarlegt atvik í Sundhöll Reykjavíkur – Maður fannst hreyfingarlaus

Alvarlegt atvik í Sundhöll Reykjavíkur – Maður fannst hreyfingarlaus