fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Fréttir

Innbrot og átök í Laugardal – Fjórir handteknir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2019 08:25

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot og átök í íbúð í Laugardalnum á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir á vettvangi grunaðir um líkamsárás, húsbrot og brot gegn vopnalögum. Þrír karlar voru handteknir vegna málsins og ein konu. Þau voru vistuð í fangageymslu lögreglu meðan vinnsla málsins fór fram og var þeim sleppt að lokinni skýrslutöku.

Lögregla fékk svo tilkynningu á tíunda tímanum í gærkvöldi um mann sem reyndi að greiða fyrir vörur með fölsuðum 100 dollara seðli í verslun í Laugardalnum. Málið er í rannsókn, að sögn lögreglu.

Þá handtók lögregla mann á sjötta tímanum í gærkvöldi vegna gruns um húsbrot og heimilisofbeldi. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna málsins.

Þessu til viðbótar voru þrír ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum lyfja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ

Frosti Logason, Steinunn Valdís og Þóra Kristín í stjórn SÁÁ
Fréttir
Í gær

Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“

Aðalfundur SÁÁ – „Fólki ekki heilsað og verið að enda vinskap á Facebook“