fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Fréttir

Ætla að einfalda samkeppnislögin – Forstjóri ráðinn til fimm ára

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 07:59

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með nýju frumvarpi Kolbrúnar R. Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, eru miklar breytingar boðaðar á samkeppnislöggjöfinni. Ætlunin er að einfalda samkeppnislög og auka skilvirkni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Samkvæmt frumvarpinu verður heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla afnumin. Þessi heimild hefur verið gagnrýnd af fulltrúum atvinnulífsins.

Fyrirtækjum verður sjálfum heimilað að meta hvort skilyrði til að eiga í samstarfi sé fyrir hendi en slíkt hefur verið gert víða í Evrópu. Þetta er meðal annars gert til að auka skilvirkni og hagræði.

Ef frumvarpið verður að lögum verður heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar í starfsemi fyrirtækja, án þess að þau hafi gerst brotleg við samkeppnislög, felld niður. Einnig verða veltumörk tilkynningarskyldra samruna hækkuð nokkuð frá því sem nú er en mörkin hafa verið óbreytt frá 2008.

Einnig kveður nýja frumvarpið á um að forstjóri Samkeppniseftirlitsins verði framvegis ráðinn af stjórn þess til fimm ára í senn og að sami einstaklingurinn megi aðeins gegna starfinu í tvö fimm ára tímabil. Núverandi lög kveða á um að forstjórinn sé ráðinn ótímabundið af stjórn eftirlitsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Rafrænt bingó fyrir eldri borgara – Margir hafa saknað þess að spila bingó

Rafrænt bingó fyrir eldri borgara – Margir hafa saknað þess að spila bingó
Fréttir
Í gær

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“
Fréttir
Í gær

Fáséð að sálfræðingar gerist sekir um eins mikla vanþekkingu – „Særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg“

Fáséð að sálfræðingar gerist sekir um eins mikla vanþekkingu – „Særandi, niðrandi og beinlínis skaðleg“
Fréttir
Í gær

Segir þátt Samherja brjóta eina helstu siðareglu blaðamanna – „Hverskonar vitleysa er þetta?“

Segir þátt Samherja brjóta eina helstu siðareglu blaðamanna – „Hverskonar vitleysa er þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur líklegt að viðmælandi hafi boðið sér mútur

Telur líklegt að viðmælandi hafi boðið sér mútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglurannsókn vegna gjaldþrots Farvel – Segir Ferðamálastofu hafa sýnt linkind

Lögreglurannsókn vegna gjaldþrots Farvel – Segir Ferðamálastofu hafa sýnt linkind
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skýrsla eða ekki skýrsla: Verðlagsstofa staðfestir að hafa tekið saman upplýsingarnar

Skýrsla eða ekki skýrsla: Verðlagsstofa staðfestir að hafa tekið saman upplýsingarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings

Sigur og ósigur Gylfa – Landsréttur snýr við frávísun í kynferðisbrotamáli sálfræðings