fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Fréttir

Tekjublaðið kemur út á miðvikudag – Allt um tekjur Íslendinga – Róbert Wessman og Kári Stefáns tróna á toppnum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2019 18:42

Ekki missa af Tekjublaðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjublað DV kemur út miðvikudaginn 21. ágúst. Þar kennir ýmissa grasa, líkt og síðustu ár, en upplýsingarnar byggja á greiddu útsvari samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra (RSK).

Af þeim Íslendingum sem DV skoðaði greitt útsvar hjá trónir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen, á toppnum með rúmar 29 milljónir króna í mánaðarlaun. Fast á hæla hans fylgir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, með tæplega 28 milljónir króna á mánuði.**

Illugi Gunnarsson er með rúmar 1,4 milljónir króna á mánuði en hann hefur setið í ýmsum nefndum síðan hann hætti á þingi árið 2017. Á eftir honum kemur Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, með rúmar tíu milljónir króna.

Ýmsir forstjórar og athafnamenn eru einnig á lista meðal þeirra hæstlaunuðu, til að mynda Arnar Scheving Thorsteinsson, stjórnarmaður í Kaupþingi, Ingólfur Hauksson, Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Egill Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Össuri. Laun þeirra eru á milli sex og níu milljónir á mánuði.

Fjallið með sex milljónir

Meðal íþróttafólks ber Hafþór Júlíus Björnsson höfuð og herðar yfir aðra með rúmar sex milljónir á mánuði, en hann er hvað þekktastur fyrir að leika Fjallið í Game of Thrones. Rétt fyrir neðan hann er Óskar Magnússon, rithöfundur og fyrrverandi útgefandi Árvakurs, einnig með rúmar sex milljónir í mánaðarlaun. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er síðan með 5,3 milljónir á mánuði.

Ein af skærustu stjörnum crossfit-heimsins, Katrín Tanja Davíðsdóttir, er með tæpar fjórar og hálfa milljón á mánuði og grínarinn Steindi Jr. er með tæpar tvær milljónir.

Allt um laun landsþekktra Íslendinga í Tekjublaði DV sem kemur út miðvikudaginn 21. ágúst. Tryggið ykkur eintak.

* Uppfært

Upprunalega stóð að blaðið kæmi út á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst. Hið rétta er að það kemur út miðvikudaginn 21. ágúst.

** Uppfært

Borist hefur athugasemd frá Íslenskri erfðagreiningu vegna áætlaðra tekna Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins:

Í tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar sem koma út í dag er því haldið fram að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sé með 27 milljónir í mánaðartekjur. Að mati Íslenskrar erfðagreiningar er mikilvægt að það komi fram í þessu sambandi að laun Kára Stefánssonar hjá Íslenskri erfðagreiningu eru 7,5 milljónir á mánuði. Mismunurinn stafar að mestu af því að Kári Stefánsson ákvað leysa til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðs í fyrra.  Sú eingreiðsla bætist við skattstofninn og þannig verður þessi misskilningur til.  Það er mælst til þess að þessi athugasemd komi fram við fréttaflutning af málinu.

*** Uppfært

Í upprunalegu fréttinni var því haldið fram að Illugi Gunnarsson væri með fjórtán milljónir króna á mánuði. Hið rétta er að hann er með 1,4 milljónir króna á mánuði. Um er að ræða mannleg mistök við vinnslu talna og beðist er afsökunar á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikael er maðurinn sem var í Kleifarvatni – „Ég geri þetta nokkuð oft“

Mikael er maðurinn sem var í Kleifarvatni – „Ég geri þetta nokkuð oft“
Fréttir
Í gær

Slysið á Kleifarvatni ekki slys – „Misskilningur“ segir Davíð

Slysið á Kleifarvatni ekki slys – „Misskilningur“ segir Davíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur öskureiður yfir gagnrýni á landsliðið – „Sérfræðingar RÚV eru að tjá sig á niðrandi hátt“

Guðmundur öskureiður yfir gagnrýni á landsliðið – „Sérfræðingar RÚV eru að tjá sig á niðrandi hátt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strákarnir með góðan leik í naumu tapi gegn Frökkum

Strákarnir með góðan leik í naumu tapi gegn Frökkum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn

Frávísun í máli Jóns Baldvins felld úr gildi – Tímafrestur liðinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi

Sauð upp úr á Þjóðhátíð – Tvíkjálkabraut mann með einu hnefahöggi