fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Arnar sakar Olís um aumingjaskap: „Verða bara að drullast til að hafa þessa hluti í lagi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 14:20

Myndin er samsett. Mynd af Arnari er skjáskot af Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afreks íþróttamaðurinn Arnar Helgi Lárusson gagnrýnir bensínstöðina Olís harðlega í myndbandi sem hann birti á Facebook, þar sem bendir á að þeir þurfi að endurskoða aðgengi á stöðvum sínum.

Arnar var sjómaður þar til hann lamaðist í mótorhjólaslysi árið 2002. Í kjölfarið fór hann að keppa í hjólastólakappi og hefur keppt bæði á evrópu- og heimsmeistaramótum.

Hann bendir á, í opinni færslu á Facebook, að eigendur nýlegra díselbíla þurfi að dæla díselútblástursvökvanum AdBlue inn í útblásturkerfi bifreiða sinna til að takmarka loftmengun. Slíka vökva er hægt að nálgast á sumum eldsneytisstöðvum víðsvegar um landið í þar til gerðum dælum.

„Nú verð ég að benda á það hversu steikt þetta getur stundum verið“

„Það er 2019 og Olís, sem ég hef nú verslað við í mörg ár, og er ekkert að hugsa um að hætta því neitt og er búin að kvarta yfir þessu áður hjá þeim, eru að setja dælurnar sínar upp á einhverja svona kanta.

Skjáskot úr myndbandi Arnars sem sýnir kantinn

Arnar er í hjólastól og til að kaupa AdBle þarf hann að borga á þar til gerðri dælu sem er höfð upp á háum kanti.

Sem er alveg fáránlegt. Þannig Olís og aðrar eldsneytisstöðvar verða bara að drullast til að hafa þessa hluti í lagi þannig að allir geti tekið olíu og þetta helvítis adblue drasl, að þurfa ekki að láta dæla fyrir sig.

Arnar getur því ekki sett Adblue á bílinn sinn hjá Olís, aðstoðarlaust.

Ég þarf núna að finna einhvern starfsmann þarna inni sem nennir ekki einu sinni að dæla til að koma hérna út og aðstoða mig.

Ég vill bara gera þetta sjálfur. Þvílíkur aumingjaskapur hjá Olís.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work